Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi hefur verið greindur með kórónuveiruna og er nú unnið að því að rekja ferðir hans að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir að líklega þurfi tveir til þrír starfsmenn bráðamóttöku til viðbótar að fara í sóttkví vegna þessa.
Þá segir einnig í blaðinu af smiti á veiru- og sýklafræðideild Landspítalans en þar hafa fjórir verið sendir í sóttkví.
Alls eru 164 starfsmenn Landspítalans nú í sóttkví og tuttugu í einangrun.