Lukaku fékk reiðilestur frá Conte | „Hvað varstu að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2020 21:30 Romelu Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Inter. vísir/getty Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku. Ítalski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku.
Ítalski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira