Lukaku fékk reiðilestur frá Conte | „Hvað varstu að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2020 21:30 Romelu Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Inter. vísir/getty Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku. Ítalski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Romelu Lukaku segir að minnstu hafi mátt muna að hann færi til Juventus í stað Inter Mílanó síðasta sumar. Hann segir Ole Gunnar Solskjær hafa viljað halda sér hjá Manchester United. Lukaku er í heimasóttkví eins og aðrir knattspyrnumenn á Ítalíu en áður en að kórónuveiran setti allt úr skorðum hafði hann skorað 17 mörk í 26 deildarleikjum fyrir Inter. Vistaskiptin til Ítalíu virðast því hafa gert honum gott og í viðtali á Youtube-rás gamla markahróksins Ian Wright kveðst hann ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið United: „Ég vissi að það yrði gott. Það geta allir átt eitt slæmt tímabil á sínum ferli. Þú veist hvað var í gangi á bakvið tjöldin – þetta var bara búið spil. Þetta var erfið staða þar sem ég varð að taka ákvörðun og fara eitthvert þar sem ég myndi vinna með einhverjum sem vildi mig líka. Þeir vildu halda mér en ég sagði að þessu væri lokið. Ég sagði Manchester United að félagið væri á réttri leið, væri að fá rétta leikmenn og standa sig vel, og ég óska þeim alls hins besta. Það er barnalegt að vera með einhverja vanvirðingu gagnvart sínu gamla félagi,“ sagði Lukaku. Aðspurður um möguleikann á að hann færi til Juventus sagði Belginn: „Það munaði litlu, alveg sáralitlu, en ég horfði alltaf til Inter og þjálfarans hér. Þegar ég var stráklingur þá leit ég upp til Adriano, Ronaldo, Christian Vieri, svo að þegar Inter kom inn í myndina… og Conte hafði viljað fá mig til Chelsea og Juve sömuleiðis. Ég hugsaði með mér að nú væri tímabært að fara og sjá hvernig þetta væri. Mikilvægast var að komast í gott form. Þetta er öðruvísi, hérna er mikið lagt á mann maður. Guð minn góður, spurðu Ashley Young einhvern tímann út í þetta,“ sagði Lukaku. Hann kann vel að meta Antonio Conte sem sótti það fast að fá Lukaku til Inter, en stjórinn væntir mikils af sínum mönnum eins og Lukaku fékk að kynnast: „Við vinnum eftir ákveðnum kerfum svo að ef að maður klúðrar einhverju þá stoppar hann allt og spyr: „Hvað varstu að gera?“ Fyrir framan alla! Hann gerði það við mig þegar við spiluðum við Slavia Prag. Það var náungi þarna í vörninni sem vann návígi við mig og fagnaði því eins og marki. Stjórinn talaði um þetta í fimm mínútur — þrumaði yfir mér fyrir framan alla. Ég hefði getað sokkið ofan í jörðina. Þetta var í fyrsta sinn á mínum tíu ára ferli sem ég lenti í svona. Maður getur annað hvort sokkið niður eða brugðist við og það gerði ég,“ sagði Lukaku.
Ítalski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira