Gleymd og illa geymd Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. mars 2020 16:00 Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Á tímum sjúkdóma og alvarlegra efnahagsþrenginga er auðvelt að gleyma þeim sem geymd eru á bak við lás og slá, ósýnileg samfélaginu á meðan þau taka út refsingu sína. En þetta fólk hefur allt tilfinningar, á fjölskyldu fyrir utan, börn jafnvel og því gríðarlegar áhyggjur. Gleymum ekki þessu fólki. Þegar neyðarstigi var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar var um leið lýst yfir neyðarstigi í fangelsum landsins. Í því fólst að allar heimsóknir voru bannaðar, öll leyfi felld niður, sendingar til þeirra sem afplána voru afþakkaðar og öll starfsemi sem miðar að betrun dróst verulega saman. Vistin varð að einangrun, þrátt fyrir að ýmislegt sé reynt að gera nú til að stytta þeim stundir. Tæplega fjögur þúsund Íslendingar eru í sóttkví sem stendur. Flestir þeirra eru á heimilum sínum og með flest það sem þeir þarfnast. En það er ekki auðvelt að vera sviptur frelsi. Þetta þekkja þau vel sem þurft hafa að greiða samfélaginu gjald með frelsi sínu eftir niðurstöðu dómstóla. Þeirri frelsissviptingu fylgir svipting ýmissa undirstöðuþátta sem telst nauðsynlegir í almennu lífi. Við hjá Afstöðu höfum á undanförnum vikum vaðið upp að eyrum í erindum fanga í afplánun, fyrrverandi fanga og fólk á leið í fangelsi. Ekki síður höfum við sinnt óþrjótandi erindum sem varða fjölskyldur og börn fanga og þá skerðingu sem nú hefur verið gerð á málefnum þeirra. Aðstandendur og börn fanga eru aðilar sem gleymast án þess að hafa nokkuð til saka unnið. Sökum þessarar miklu vinn hefur Afstaða þurft að forgangsraða og félagið á erfitt með að sinna öllu því sem þörf er á. Fólk í fangelsum er fólk, ekki bara fangar, og þegar illa árar gleymist það frekar en ella. Þegar flest allt hefur verið tekið frá þeim með frelsissviptingu bætast við verulegar þrengingar sem gera vistina verri. Þrengingarnar inni í fangelsi sýna sig loks úti í samfélaginu þegar vistinni lýkur. Því miður er ekki hægt að hringja beint í þau sem afplána í lokuðum fangelsum en Afstaða hvetur aðstandendur og vini til að hringja, skilja eftir skilaboð og biðja um að viðkomandi hringi til baka. Nú fá fangar í lokuðum fangelsum að hringja gjaldfrjálst sem skiptir afskaplega miklu máli. Að fá skilaboð frá vinum og ættingjum getur gert kraftaverk fyrir frelsissvipta einstaklinga, þannig sjá þeir að heimurinn hefur ekki gleymt þeim. Afstaða hvetur um leið fólk og fyrirtæki til að gefa fangelsum landsins gaum, senda bækur og tímarit og kannski bara sælgæti eða matargjafir. Ein kilja, páskaegg og gæðakaffi getur orðið til þess að lyfta lund fólks sem mætir endalausu mótlæti. Félagið tekur á móti gjöfum frá fólki og fyrirtækjum og kemur þeim til skila í fangelsin í grennd við höfuðborgarsvæðið. Strangar reglur gilda um sendingar í fangelsin og getur það því tekið um nokkra daga að koma þeim í fangelsin. Við erum einnig í góðum samskiptum við fangelsin á Kvíabryggju og Akureyri og finnum lausn á því hvernig hægt er að færa vistmönnum þar gjafir. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun