„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 12:15 Víðir Reynisson segir ekki vera til skoðunar að setja á útgöngubann hér á landi. Vísir/Vilhelm 330 kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 3700 eru í sóttkví. Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring hér á landi til þessa. Víðir Reynisson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þetta sýnir greinilega að við erum komin í brekkuna á kúrvunni sem að er verið að tala um þannig að nú fara spálíkönin kannski að verða nákvæmari með það. Við vorum með keyrslur í gær sem voru að horfa einhvers staðar í kringum miðjan apríl og við uppfærum þetta á hverjum degi. Við eigum von á nýrri keyrslu út úr því spálíkani einhvern tímann í dag,“ segir Víðir. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær kúrvan nái hámarki. „Í gær vorum við að horfa á að þetta væri einhvers staðar í kringum miðjan apríl og þetta svona sýnir væntanlega það að það er einhvers staðar á því bili en skekkjan ennþá dálítil í því þannig að þetta hjálpar okkur, þessar tölur í dag til að rétta líkanið af.“ Eins og er liggja ekki fyrir nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem liggja á sjúkrahúsi en í gær voru það fimm. Aðspurður segir Víðir orðróm um að til standi að setja á útgöngubann ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum ekki verið að skoða neinar slíkar útfærslur en við höfum alltaf sagt að við erum ekki búin að grípa til hörðustu aðgerðanna varðandi takmörkun á samkomum en það er ennþá í gildi þetta samkomubann sem sett var á og tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og við bara metum það tíma frá tíma hvort að það þurfi að herða það eitthvað. En útgöngubann er ekki í spilunum eins og er,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
330 kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 3700 eru í sóttkví. Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring hér á landi til þessa. Víðir Reynisson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þetta sýnir greinilega að við erum komin í brekkuna á kúrvunni sem að er verið að tala um þannig að nú fara spálíkönin kannski að verða nákvæmari með það. Við vorum með keyrslur í gær sem voru að horfa einhvers staðar í kringum miðjan apríl og við uppfærum þetta á hverjum degi. Við eigum von á nýrri keyrslu út úr því spálíkani einhvern tímann í dag,“ segir Víðir. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær kúrvan nái hámarki. „Í gær vorum við að horfa á að þetta væri einhvers staðar í kringum miðjan apríl og þetta svona sýnir væntanlega það að það er einhvers staðar á því bili en skekkjan ennþá dálítil í því þannig að þetta hjálpar okkur, þessar tölur í dag til að rétta líkanið af.“ Eins og er liggja ekki fyrir nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem liggja á sjúkrahúsi en í gær voru það fimm. Aðspurður segir Víðir orðróm um að til standi að setja á útgöngubann ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum ekki verið að skoða neinar slíkar útfærslur en við höfum alltaf sagt að við erum ekki búin að grípa til hörðustu aðgerðanna varðandi takmörkun á samkomum en það er ennþá í gildi þetta samkomubann sem sett var á og tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og við bara metum það tíma frá tíma hvort að það þurfi að herða það eitthvað. En útgöngubann er ekki í spilunum eins og er,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira