„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. mars 2020 12:15 Víðir Reynisson segir ekki vera til skoðunar að setja á útgöngubann hér á landi. Vísir/Vilhelm 330 kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 3700 eru í sóttkví. Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring hér á landi til þessa. Víðir Reynisson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þetta sýnir greinilega að við erum komin í brekkuna á kúrvunni sem að er verið að tala um þannig að nú fara spálíkönin kannski að verða nákvæmari með það. Við vorum með keyrslur í gær sem voru að horfa einhvers staðar í kringum miðjan apríl og við uppfærum þetta á hverjum degi. Við eigum von á nýrri keyrslu út úr því spálíkani einhvern tímann í dag,“ segir Víðir. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær kúrvan nái hámarki. „Í gær vorum við að horfa á að þetta væri einhvers staðar í kringum miðjan apríl og þetta svona sýnir væntanlega það að það er einhvers staðar á því bili en skekkjan ennþá dálítil í því þannig að þetta hjálpar okkur, þessar tölur í dag til að rétta líkanið af.“ Eins og er liggja ekki fyrir nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem liggja á sjúkrahúsi en í gær voru það fimm. Aðspurður segir Víðir orðróm um að til standi að setja á útgöngubann ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum ekki verið að skoða neinar slíkar útfærslur en við höfum alltaf sagt að við erum ekki búin að grípa til hörðustu aðgerðanna varðandi takmörkun á samkomum en það er ennþá í gildi þetta samkomubann sem sett var á og tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og við bara metum það tíma frá tíma hvort að það þurfi að herða það eitthvað. En útgöngubann er ekki í spilunum eins og er,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
330 kórónuveirusmit hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 3700 eru í sóttkví. Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. Í gær var heildartala staðfestra smita 250 og því hafa bæst við 80 ný tilfelli síðasta sólarhringinn sem er meira en áður hefur verið greint á einum sólarhring hér á landi til þessa. Víðir Reynisson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. „Þetta sýnir greinilega að við erum komin í brekkuna á kúrvunni sem að er verið að tala um þannig að nú fara spálíkönin kannski að verða nákvæmari með það. Við vorum með keyrslur í gær sem voru að horfa einhvers staðar í kringum miðjan apríl og við uppfærum þetta á hverjum degi. Við eigum von á nýrri keyrslu út úr því spálíkani einhvern tímann í dag,“ segir Víðir. Erfitt sé að segja til um það nákvæmlega hvenær kúrvan nái hámarki. „Í gær vorum við að horfa á að þetta væri einhvers staðar í kringum miðjan apríl og þetta svona sýnir væntanlega það að það er einhvers staðar á því bili en skekkjan ennþá dálítil í því þannig að þetta hjálpar okkur, þessar tölur í dag til að rétta líkanið af.“ Eins og er liggja ekki fyrir nýjustu upplýsingar um fjölda þeirra sem liggja á sjúkrahúsi en í gær voru það fimm. Aðspurður segir Víðir orðróm um að til standi að setja á útgöngubann ekki eiga við rök að styðjast. „Við höfum ekki verið að skoða neinar slíkar útfærslur en við höfum alltaf sagt að við erum ekki búin að grípa til hörðustu aðgerðanna varðandi takmörkun á samkomum en það er ennþá í gildi þetta samkomubann sem sett var á og tók gildi á miðnætti á sunnudaginn og við bara metum það tíma frá tíma hvort að það þurfi að herða það eitthvað. En útgöngubann er ekki í spilunum eins og er,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira