Tróð sér inn á liðsmynd Man United fyrir stórleik | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 18:30 Liðsmyndin fyrir leikinn gegn Bayern. Eins og sjá má var Roy Keane ekki par sáttur með uppátæki Power. Vísir/The Guardian Í dag eru 19 ár síðan Karl Power, sem er og var alls ekki atvinnumaður í knattspyrnu, tróð sér á liðsmynd Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Árið var 2001 og liðin mættust í 8-liða úrslitum eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina, það voru milliriðlar í þá daga. Fyrri leikur liðanna fór fram á Old Trafford og þar unnu gestirnir frá Þýskalandi 0-1 útisigur þökk sé marki Paulo Sergio á 86. mínútu. Það var því mikið undir þegar leikmenn Man Utd stilltu sér upp fyrir liðsmynd fyrir leikinn í Þýskalandi. Á myndinni voru hins vegar tólf manns frekar en ellefu eins og venjan er. Ástæðan var sú að Karl Power, stuðningsmaður liðsins, tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér úr stúkunni, fram hjá öryggisgæslu Bayern og inn á völlinn. Eflaust hefur það hjálpað Power að hann var í fullum skrúða. Sokkar, stuttbuxur og treyja. Leikmenn Man Utd vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og ef lesa má í andlitsdrætti Roy Keane, fyrirliða liðsins, þá langaði honum helst að ræða við Power í yfirgefnu húsasundi. Hvort þessi uppákoma hafði áhrif á spilamennsku Man Utd í leiknum er óvíst en heimamenn komust yfir með marki Giovane Élber strax á 5. mínútu og Mehmet Scholl tvöfaldaði forystu þeirra áður en fyrri hálfleikur var úti. Bayern vann leikinn á endanum 2-1 og einvígið þar með 3-1. Fór það svo að þeir unnu Meistaradeildina þetta tímabil eftir að hafa lagt Valencia í úrslitum. On this day in 2001, Karl Power managed to sneak into Manchester United's team photo before their clash with Bayern MunichRoy Keane was ready to kill him pic.twitter.com/NGmoJ3BDKl— Metro Sport (@Metro_Sport) April 18, 2020 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Í dag eru 19 ár síðan Karl Power, sem er og var alls ekki atvinnumaður í knattspyrnu, tróð sér á liðsmynd Manchester United fyrir leik liðsins gegn Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Árið var 2001 og liðin mættust í 8-liða úrslitum eftir að hafa farið í gegnum riðlakeppnina, það voru milliriðlar í þá daga. Fyrri leikur liðanna fór fram á Old Trafford og þar unnu gestirnir frá Þýskalandi 0-1 útisigur þökk sé marki Paulo Sergio á 86. mínútu. Það var því mikið undir þegar leikmenn Man Utd stilltu sér upp fyrir liðsmynd fyrir leikinn í Þýskalandi. Á myndinni voru hins vegar tólf manns frekar en ellefu eins og venjan er. Ástæðan var sú að Karl Power, stuðningsmaður liðsins, tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér úr stúkunni, fram hjá öryggisgæslu Bayern og inn á völlinn. Eflaust hefur það hjálpað Power að hann var í fullum skrúða. Sokkar, stuttbuxur og treyja. Leikmenn Man Utd vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið og ef lesa má í andlitsdrætti Roy Keane, fyrirliða liðsins, þá langaði honum helst að ræða við Power í yfirgefnu húsasundi. Hvort þessi uppákoma hafði áhrif á spilamennsku Man Utd í leiknum er óvíst en heimamenn komust yfir með marki Giovane Élber strax á 5. mínútu og Mehmet Scholl tvöfaldaði forystu þeirra áður en fyrri hálfleikur var úti. Bayern vann leikinn á endanum 2-1 og einvígið þar með 3-1. Fór það svo að þeir unnu Meistaradeildina þetta tímabil eftir að hafa lagt Valencia í úrslitum. On this day in 2001, Karl Power managed to sneak into Manchester United's team photo before their clash with Bayern MunichRoy Keane was ready to kill him pic.twitter.com/NGmoJ3BDKl— Metro Sport (@Metro_Sport) April 18, 2020
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira