Fimm ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás og nauðgun á sambýliskonu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 18:20 Framburður mannsins í héraðsdómi var talinn óskýr og gloppóttur. Hann neitaði allri sök. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðga henni í íbúðargámi þar sem þau bjuggu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Grófleiki árásarinnar var metinn manninum til refsiþyngingar. Þetta er í annað skiptið sem hann hlýtur fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Ofbeldisverkin sem maðurinn var dæmdur fyrir framdi hann í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Sjá einnig: Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Dómurinn taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Litið til alvarleika, afleiðinga og brotaferils mannsins Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til fjölda atriða sem þyngdu dóminn. Meðal annars var horft til þess að um mjög alvarleg brot hafi verið að ræða í aðstæðum þar sem konan átti að vera örugg. Konan hafi jafnframt orðið fyrir talsverðu líkamslegu tjóni og að hún hafi átt mjög erfitt andlega eftir ofbeldið. Ofbeldið hafi verið gróft og beinst að sambýliskonu sem auki grófleika verknaðarins. Sjá einnig: Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Einnig var tekið tillit til langs sakaferils mannsins sem nær aftur til ársins 2004. Hann hefur ítrekað hlotið óskilorðsbundna fangelsisrefsingu, þar á meðal fyrir líkamsárásir og önnur brot sem tengjast vísvitandi ofbeldi. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir ofbeldi gegn sömu konu árið 2017. Sérstaklega var litil til ítrekaðra ofbeldisbrota mannsins til refsiþyngingar. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur auk vaxta og allan sakarkostnað, alls rúmlega 6,7 milljónir króna. Dómsmál Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðga henni í íbúðargámi þar sem þau bjuggu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Grófleiki árásarinnar var metinn manninum til refsiþyngingar. Þetta er í annað skiptið sem hann hlýtur fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Ofbeldisverkin sem maðurinn var dæmdur fyrir framdi hann í íbúðargámi á Granda í Reykjavík þar sem hann og sambýliskona hans bjuggu yfir þriggja daga tímabil í október í fyrra. Um húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir langt leidda fíkla er að ræða. Maðurinn var ákærður fyrir að veitast ítrekað að konunni með ofbeldi. Þannig hafi maðurinn veitt henni ítrekuð hnefahögg í andlit, höfuð og líkama, rist skurð á hægra læri hennar með hnífi, sparkað í hana og ýtt henni, tekið hana kverkataki þar til hún gat ekki andað, rifið í hár hennar, reynt að bíta hana, klippt hluta af hári hennar, hótað henni ítrekað frekara ofbeldi og lífláti ógnað henni með sprautunálum. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á sínum tíma kom fram að hann hefði reiðst mjög þegar konan tilkynnti honum að hún ætlaði að fara frá honum. Sjá einnig: Grunaður um að berja, nauðga og rista kærustu sína á læri Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa nauðgað konunni með ofbeldi. Hélt hann fyrir munn konunnar og hélt höndum hennar föstum fyrir aftan bak. Konan hlaut margvíslega áverka, mar og sár víða um líkamann auk grunns skurðar á framanvert lærið. Fyrir dómi neitaði maðurinn alfarið sök og vísaði á bug atvikum sem var lýst í ákærunni gegn honum. Hann hélt því að hefði verið allsgáður á þeim tíma sem atvikin áttu sér stað en sýni sem voru tekin úr honum sýndu að hann hafði neytt kannabiss og ýmissa lyfja. Dómurinn taldi framburð mannsins um margt óskýran og gloppóttan og að hann virtist muna illa eftir atvikum. Framburður konunnar var einnig talinn um margt gloppóttur og bera þess merki að hún hafi verið undir áhrifum vímuefna. Hún var engu síður talin hafa verið skýr og einlæg um það sem hún virtist muna eftir. Vitnisburður hennar átti sér einnig stoð í gögnum og matsgerðum. Litið til alvarleika, afleiðinga og brotaferils mannsins Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til fjölda atriða sem þyngdu dóminn. Meðal annars var horft til þess að um mjög alvarleg brot hafi verið að ræða í aðstæðum þar sem konan átti að vera örugg. Konan hafi jafnframt orðið fyrir talsverðu líkamslegu tjóni og að hún hafi átt mjög erfitt andlega eftir ofbeldið. Ofbeldið hafi verið gróft og beinst að sambýliskonu sem auki grófleika verknaðarins. Sjá einnig: Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi Einnig var tekið tillit til langs sakaferils mannsins sem nær aftur til ársins 2004. Hann hefur ítrekað hlotið óskilorðsbundna fangelsisrefsingu, þar á meðal fyrir líkamsárásir og önnur brot sem tengjast vísvitandi ofbeldi. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir ofbeldi gegn sömu konu árið 2017. Sérstaklega var litil til ítrekaðra ofbeldisbrota mannsins til refsiþyngingar. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur auk vaxta og allan sakarkostnað, alls rúmlega 6,7 milljónir króna.
Dómsmál Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira