Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 16:24 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Lagt er til að sex stór verkefni í vegagerð verði unnin sem svokölluð samvinnuverkefni samkvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að þessi verkefni geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. „Markmið laganna er auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðuneytisins um málið. Þessi sex verkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú um Ölfusá, hringvegurinn um Hornafjarðarfljót, vegurinn um Öxi, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegurinn um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut. Af þessum sex verkefnum er undirbúningur kominn hvað varðar byggingu brúar yfir Hornarfjarðarfljót og Ölfusá. Með samvinnuverkefnum er átt við að Vegagerðinni verður heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um hönnun, undirbúning, framkvæmd og fjármögnun, að undangengnu útboði, við þessi sex afmörkuðu verkefni. Þá verður heimilt að fjármagna verkefnin að öllu leyti eða hluta með gjaldtöku. Gjaldtaka má þó að hámarki standa í þrjátíu ár og má ekki hefjast fyrr en framkvæmdum er lokið. Áformin voru fyrst kynnt í júlí 2019 en þau eru hluti af tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. „Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum. Áætla má að í heild verði til á bilinu 3.000-4.000 ársverk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra í tilkynningunni. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Hvalfjarðargöng Reykjavík Sundabraut Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Lagt er til að sex stór verkefni í vegagerð verði unnin sem svokölluð samvinnuverkefni samkvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að þessi verkefni geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. „Markmið laganna er auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðuneytisins um málið. Þessi sex verkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú um Ölfusá, hringvegurinn um Hornafjarðarfljót, vegurinn um Öxi, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegurinn um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut. Af þessum sex verkefnum er undirbúningur kominn hvað varðar byggingu brúar yfir Hornarfjarðarfljót og Ölfusá. Með samvinnuverkefnum er átt við að Vegagerðinni verður heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um hönnun, undirbúning, framkvæmd og fjármögnun, að undangengnu útboði, við þessi sex afmörkuðu verkefni. Þá verður heimilt að fjármagna verkefnin að öllu leyti eða hluta með gjaldtöku. Gjaldtaka má þó að hámarki standa í þrjátíu ár og má ekki hefjast fyrr en framkvæmdum er lokið. Áformin voru fyrst kynnt í júlí 2019 en þau eru hluti af tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. „Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum. Áætla má að í heild verði til á bilinu 3.000-4.000 ársverk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra í tilkynningunni.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Hvalfjarðargöng Reykjavík Sundabraut Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent