Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 16:24 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Lagt er til að sex stór verkefni í vegagerð verði unnin sem svokölluð samvinnuverkefni samkvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að þessi verkefni geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. „Markmið laganna er auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðuneytisins um málið. Þessi sex verkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú um Ölfusá, hringvegurinn um Hornafjarðarfljót, vegurinn um Öxi, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegurinn um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut. Af þessum sex verkefnum er undirbúningur kominn hvað varðar byggingu brúar yfir Hornarfjarðarfljót og Ölfusá. Með samvinnuverkefnum er átt við að Vegagerðinni verður heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um hönnun, undirbúning, framkvæmd og fjármögnun, að undangengnu útboði, við þessi sex afmörkuðu verkefni. Þá verður heimilt að fjármagna verkefnin að öllu leyti eða hluta með gjaldtöku. Gjaldtaka má þó að hámarki standa í þrjátíu ár og má ekki hefjast fyrr en framkvæmdum er lokið. Áformin voru fyrst kynnt í júlí 2019 en þau eru hluti af tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. „Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum. Áætla má að í heild verði til á bilinu 3.000-4.000 ársverk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra í tilkynningunni. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Hvalfjarðargöng Reykjavík Sundabraut Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira
Lagt er til að sex stór verkefni í vegagerð verði unnin sem svokölluð samvinnuverkefni samkvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að þessi verkefni geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. „Markmið laganna er auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðuneytisins um málið. Þessi sex verkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú um Ölfusá, hringvegurinn um Hornafjarðarfljót, vegurinn um Öxi, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegurinn um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut. Af þessum sex verkefnum er undirbúningur kominn hvað varðar byggingu brúar yfir Hornarfjarðarfljót og Ölfusá. Með samvinnuverkefnum er átt við að Vegagerðinni verður heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um hönnun, undirbúning, framkvæmd og fjármögnun, að undangengnu útboði, við þessi sex afmörkuðu verkefni. Þá verður heimilt að fjármagna verkefnin að öllu leyti eða hluta með gjaldtöku. Gjaldtaka má þó að hámarki standa í þrjátíu ár og má ekki hefjast fyrr en framkvæmdum er lokið. Áformin voru fyrst kynnt í júlí 2019 en þau eru hluti af tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. „Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum. Áætla má að í heild verði til á bilinu 3.000-4.000 ársverk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra í tilkynningunni.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Hvalfjarðargöng Reykjavík Sundabraut Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Sjá meira