Almannavarnir virkilega fyrir alla! Sabine Leskopf skrifar 18. mars 2020 13:00 Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Daglega fáum við tryggar upplýsingar um Covid-19 og þá aðferðafræði sem íslensk yfirvöld nota, daglega hlustum við á þetta magnaða þríeyki frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnalækni. Allir eru með á nótunum og fullir trausts. Allir finna fyrir samkennd sem aldrei fyrr. Nema kannski þeir 50.000 innflytjendur sem hér búa. Flestir leita aðallega á upplýsingasíður frá sínum heimalöndum og fá þá skakka mynd sem er ekki í samræmi við aðstæður og aðgerðir á Íslandi. Skilningur þeirra á aðgerðum hér og traust er lítið og hræðsla sem við verðum vör við í lokuðum Facebook hópum er þyngri en tárum taki. Að vísu eru margar stofnanir að vakna til lífsins núna og byrjaðar að þýða eins og enginn væri og morgundaginn. Sem er gott mál. Og þó. Fólk byrjar ekki núna að fara á heimasíður þar sem aldrei hafa verið upplýsingar sem það skilur. Fólk opnar ekki viðhengi í póstum sem það skilur ekki. Fólk er ekki að skrolla niður heilar síður á framandi tungumáli ef vera kynni að neðst niðri leynist eitthvað á tungumáli sem þau skilja. Fólk sem kann ekki íslensku af því að enginn talar við þá á íslensku, býr líklega ekki yfir sama þekkingargrunni á íslenskum stofnunum, ferlum og venjum. Þannig að oft þarf að laga textann sem snýr að þessum hópi á þeim grundvelli, kannski þarf að skýra hlutina betur. En mikilvægast af öllu er: Fólk byrjar ekki sjálfkrafa að hlusta á neyðartímum á þá sem hafa aldrei talað við þá áður. Fólk byrjar ekki að treysta stofnunum ef þær hafa aldrei verið í neinu samtali við það áður og ef enginn vinnur þar sem það getur samsamað við. Þó að það séu ennþá allt of fáir, þá býr Reykjavíkurborg yfir þeim fjársjóði að á sviðum borgarinnar vinnur hæft og vel menntað starfsfólk af erlendum uppruna sem þekkir málefni borgarinnar en líka fjölmenningarsamfélagið, veit hvernig samtalið fer fram þarna, hverjar þarfirnar eru. Það fólk hefur t.d. starfrækt upplýsingasíður á Facebook á fleiri tungumálum sem margir þekkja og treysta á. Til dæmis á Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, á Mannauðssviðinu og á Skóla- og frístundasviði starfa sérfræðingar og brúarsmiðir sem eru nú – eins og alltaf reyndar – gulls ígildi. Af þessu öfunda okkar nú margar ríkisstofnanir og fleiri. Og ef þær gera það ekki, þá ættu þær að gera það. Í dag segjumst við öll vera almannavarnir. Það þýðir líka að ekki á að skilja þennan hóp út undan. Þið berið ábyrgð á hinum foreldrunum í bekknum eða í íþróttafélaginu, samstarfsfólkinu ykkar og líka nágrönnum af erlendum uppruna. Ef þið eruð með foreldri af erlendum uppruna sem bekkjarfulltrúa eða í stjórn íþróttafélagsins, ef það er trúnaðamaður af erlendum uppruna á vinnustaðnum ykkar, þá eruð þið heppin. Ef ekki, þá er tími til að breyta því núna. Ef fólk upplifir sig í þessu ástandi að tilheyra ekki þessu samfélagi, að vera annars flokks, þá verður erfitt að laga það nokkurn tíma. En ef við stöndum okkur einmitt núna þá er það líka einstakt tækifæri að mynda loksins eitt samfélag. Grípum það. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun