Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH: „Aldrei liðið jafn illa á ævinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 12:30 Veigar Páll í leik Stjörnunnar og Inter á San Siro sumarið 2014. vísir/getty Veigar Páll Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn haustið 2014 hafi verið versta augnablikið á ferlinum og það sem hann skammast sín mest fyrir. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í Kaplakrika sem var í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn en FH-ingum dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistarar á meðan Stjörnumenn þurftu að vinna. Á 59. mínútu sló Veigar Páll til Hólmars Arnar Rúnarssonar og Kristinn Jakobsson, sem dæmdi þarna sinn síðasta leik á ferlinum, rak hann af velli. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon fyrir FH í 1-1. „Hólmar sagði fullt af ljótum hlutum við mig og hann náði að komast í mínar fínustu. Vel gert hjá honum. En þetta er augnablik sem ég skammast mín fyrir,“ sagði Veigar Páll í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið hefði ég pottþétt flutt rakleiðis aftur til Noregs. Ef þú sérð myndina af mér í göngunum, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég tala nú ekki um þegar FH jafnaði og við vorum ekki búnir að geta mikið í leiknum.“ Veigar Páll beið með að standa upp eftir að hafa slegið til Hólmars. Hann vissi þó hvaða refsing beið hans. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég hafði gert af mér. Ég vissi að ég myndi fá rautt spjald. Ég lá í grasinu og var að drepast í löppinni eftir að Kassim [Doumbia] tók eina hressilega beint í legginn á mér. Ég lá í grasinu og var að reyna að átta mig á þessu og hvernig ég ætti að snúa mér í þessu,“ sagði Veigar Páll. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Kristinn um rauða spjaldið sem hann gaf Veigari Páli. Klippa: Sportið í kvöld: Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson segir að rauða spjaldið sem hann fékk í frægum leik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn haustið 2014 hafi verið versta augnablikið á ferlinum og það sem hann skammast sín mest fyrir. Veigar Páll var fyrirliði Stjörnunnar í leiknum í Kaplakrika sem var í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Bæði lið voru ósigruð fyrir leikinn en FH-ingum dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistarar á meðan Stjörnumenn þurftu að vinna. Á 59. mínútu sló Veigar Páll til Hólmars Arnar Rúnarssonar og Kristinn Jakobsson, sem dæmdi þarna sinn síðasta leik á ferlinum, rak hann af velli. Fimm mínútum síðar jafnaði Steven Lennon fyrir FH í 1-1. „Hólmar sagði fullt af ljótum hlutum við mig og hann náði að komast í mínar fínustu. Vel gert hjá honum. En þetta er augnablik sem ég skammast mín fyrir,“ sagði Veigar Páll í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport í gær. „Ef þetta hefði farið á hinn veginn og FH hefði unnið hefði ég pottþétt flutt rakleiðis aftur til Noregs. Ef þú sérð myndina af mér í göngunum, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Ég tala nú ekki um þegar FH jafnaði og við vorum ekki búnir að geta mikið í leiknum.“ Veigar Páll beið með að standa upp eftir að hafa slegið til Hólmars. Hann vissi þó hvaða refsing beið hans. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég hafði gert af mér. Ég vissi að ég myndi fá rautt spjald. Ég lá í grasinu og var að drepast í löppinni eftir að Kassim [Doumbia] tók eina hressilega beint í legginn á mér. Ég lá í grasinu og var að reyna að átta mig á þessu og hvernig ég ætti að snúa mér í þessu,“ sagði Veigar Páll. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Þar er einnig rætt við Kristinn um rauða spjaldið sem hann gaf Veigari Páli. Klippa: Sportið í kvöld: Veigar Páll um rauða spjaldið gegn FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira