Dregur úr hvassviðri en gert ráð fyrir éljum í öllum landshlutum Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2020 07:17 Við Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm Smám saman dregur nú úr hvassviðri og snjókomu á norðanverðu landinu, en þó er gert ráð fyrir éljum í öllum landshlutum í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að eftir hádegi sé einnig útlit fyrir að snjói nokkuð drjúgt með suður og suðausturströndinni. Í kvöld lægi, létti til og herði talsvert á frosti. Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi til hádegis í dag. „Við strönd Nýfundnalands myndast lægð í dag sem gengur allhratt upp á Íslandi á morgun. Það hvessir úr suðri annað kvöld og þykknar upp og má búast við snjókomu og síðan slyddu, en ekki er útilokað að hláni við ströndina, einkum suðvestanlands. Á laugardag er yfirleitt þokkalegasta veður en á sunnudag er útlit fyrir sunnan storm með talsverðri eða mikilli rigningu og hlýindum um allt land. Þá er viðbúið að snjór og klaki bráðni hratt og mikilvægt að nýta næstu daga til að moka rásir í snjó svo vatn komist rétta leið að niðurföllum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og einnig við suðurströndina um kvöldið. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Á föstudag: Gengur í sunnan 13-20 með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigningu við ströndina. Þurrt um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 4 stig eftir hádegi. Hægari suðvestanátt vestanlands um kvöldið með éljum og kólnar aftur. Á laugardag: Suðvestan 8-15 og él. Snjókoma eða slydda austanlands framan af degi, en léttir til þar síðdegis. Víða vægt frost. Á sunnudag: Gengur í sunnan storm með snjókomu eða slyddu, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu sunnan og vestantil. Úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn. Á mánudag: Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljum eða slydduéljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á þriðjudag: Minnkandi suðvestanátt. Dálítil snjókoma vestantil á landinu en bajrtviðri austantil. Hiti 0 til 4 stig við suðurströndina annars yfirleitt vægt frost. Veður Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Smám saman dregur nú úr hvassviðri og snjókomu á norðanverðu landinu, en þó er gert ráð fyrir éljum í öllum landshlutum í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að eftir hádegi sé einnig útlit fyrir að snjói nokkuð drjúgt með suður og suðausturströndinni. Í kvöld lægi, létti til og herði talsvert á frosti. Gular viðvaranir eru í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi til hádegis í dag. „Við strönd Nýfundnalands myndast lægð í dag sem gengur allhratt upp á Íslandi á morgun. Það hvessir úr suðri annað kvöld og þykknar upp og má búast við snjókomu og síðan slyddu, en ekki er útilokað að hláni við ströndina, einkum suðvestanlands. Á laugardag er yfirleitt þokkalegasta veður en á sunnudag er útlit fyrir sunnan storm með talsverðri eða mikilli rigningu og hlýindum um allt land. Þá er viðbúið að snjór og klaki bráðni hratt og mikilvægt að nýta næstu daga til að moka rásir í snjó svo vatn komist rétta leið að niðurföllum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él á Vestfjörðum, við Breiðafjörð og einnig við suðurströndina um kvöldið. Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Á föstudag: Gengur í sunnan 13-20 með snjókomu eða slyddu sunnan- og vestanlands og síðar rigningu við ströndina. Þurrt um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 4 stig eftir hádegi. Hægari suðvestanátt vestanlands um kvöldið með éljum og kólnar aftur. Á laugardag: Suðvestan 8-15 og él. Snjókoma eða slydda austanlands framan af degi, en léttir til þar síðdegis. Víða vægt frost. Á sunnudag: Gengur í sunnan storm með snjókomu eða slyddu, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu sunnan og vestantil. Úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri, hiti 3 til 8 stig seinnipartinn. Á mánudag: Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með éljum eða slydduéljum, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á þriðjudag: Minnkandi suðvestanátt. Dálítil snjókoma vestantil á landinu en bajrtviðri austantil. Hiti 0 til 4 stig við suðurströndina annars yfirleitt vægt frost.
Veður Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira