De Niro segir ástandið í New York minna á 9/11 Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 10:25 Robert De Niro segir ríkisstjórnina hafa þurft að bregðast fyrr við. Þó er hann ánægður með viðbrögð ríkisstjóra New York. Vísir/Getty Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40