Hafa áhyggjur af fólkinu í neyðarskýlunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2020 21:00 Gistiskýlið á Lindargötu. Stöð 2 Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Rúmlega þrjátíu manns, sem eru húsnæðislausir, nýta neyðarskýlin sem starfrækt eru í Reykjavík. Um er að ræða gistiskýlið á Lindargötu, Konukot og neyðarskýlið úti á Granda fyrir unga karlmenn. Vegna kórónuveirunnar verður opið allan sólarhringinn í Konukoti og gistiskýlinu á Lindargötu fyrir þá sem eru í áhættuhópi en venjulega er lokað á milli tíu og fimm á daginn. „Eins og staðan er núna erum við með sjö manns á Lindargötu sem eru í áhættuhóp og fjórir af þeim eru með miklar hjúkrunarþarfir og eru langveikir,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún segist hafa miklar áhyggjur af þessum hópi sem er einnig með alvarlegan vímuefnavanda. Þeir hafi hingað til ekki fengið húsnæði með hjúkrunarþjónustu sem hentar þeirra þörfum, en ef þeir sýkist af veirunni sé gríðarlega mikilvægt að þeir fái innlögn á sjúkrastofnun með skaðaminnkandi þjónustu. Þá séu einangrunarherbergi að verða klár fyrir aðra sem gætu smitast og hjúkrunarfræðingur í skýlinu meti aðstæður frá degi til dags. Enginn er skilgreindur í áhættuhópi í neyðarskýlinu úti á Granda þar sem tólf til fimmtán manns dvelja hverja nótt. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði ef upp kemur smit. Í konukoti eru tvær til þrjár konur taldar vera í áhættuhópi en staðan er endurmetin daglega. „Við óskuðum efir aukafjármagni, þannig að þær gætu haft sólarhrings opnun líka," segir Hrafnhildur og bætir við að starfsmenn hvetji nú fólkið til að halda sig að mestu innandyra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Félagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Deildarstjóri hjá veðferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af húsnæðislausu fólki sem nýtir neyðarskýli borgarinnar, vegna kórónuveirunnar. Sjö manns eru skilgreindir íáhættuhópi og er hluti hópsins langveikt fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Rúmlega þrjátíu manns, sem eru húsnæðislausir, nýta neyðarskýlin sem starfrækt eru í Reykjavík. Um er að ræða gistiskýlið á Lindargötu, Konukot og neyðarskýlið úti á Granda fyrir unga karlmenn. Vegna kórónuveirunnar verður opið allan sólarhringinn í Konukoti og gistiskýlinu á Lindargötu fyrir þá sem eru í áhættuhópi en venjulega er lokað á milli tíu og fimm á daginn. „Eins og staðan er núna erum við með sjö manns á Lindargötu sem eru í áhættuhóp og fjórir af þeim eru með miklar hjúkrunarþarfir og eru langveikir,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hún segist hafa miklar áhyggjur af þessum hópi sem er einnig með alvarlegan vímuefnavanda. Þeir hafi hingað til ekki fengið húsnæði með hjúkrunarþjónustu sem hentar þeirra þörfum, en ef þeir sýkist af veirunni sé gríðarlega mikilvægt að þeir fái innlögn á sjúkrastofnun með skaðaminnkandi þjónustu. Þá séu einangrunarherbergi að verða klár fyrir aðra sem gætu smitast og hjúkrunarfræðingur í skýlinu meti aðstæður frá degi til dags. Enginn er skilgreindur í áhættuhópi í neyðarskýlinu úti á Granda þar sem tólf til fimmtán manns dvelja hverja nótt. Unnið er að því að finna nýtt húsnæði ef upp kemur smit. Í konukoti eru tvær til þrjár konur taldar vera í áhættuhópi en staðan er endurmetin daglega. „Við óskuðum efir aukafjármagni, þannig að þær gætu haft sólarhrings opnun líka," segir Hrafnhildur og bætir við að starfsmenn hvetji nú fólkið til að halda sig að mestu innandyra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Félagsmál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira