Vænlegra til árangurs að fara með unglinginn í bíltúr en að setjast á móti honum og spyrja hvað sé að Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:18 Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna- og unglingageðlæknir, sést hér fremst á myndinni á upplýsingafundinum í dag ásamt Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra. mynd/lögreglan Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira