Vænlegra til árangurs að fara með unglinginn í bíltúr en að setjast á móti honum og spyrja hvað sé að Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:18 Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna- og unglingageðlæknir, sést hér fremst á myndinni á upplýsingafundinum í dag ásamt Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra. mynd/lögreglan Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Sjá meira