Gunnar fylgdist með allri fjölskyldunni smitast smám saman Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 10:39 Gunnar Valdimarsson verður næstu 14 daga heima með börnunum tveimur en þau eru öll smituð af kórónuveirunni. „Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19,“ segir tónlistarmaðurinn og flúrarinn Gunnar Valdimarsson sem er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviði húðflúrunar. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta en staðið utan við sviðsljósið. Í gær kom í ljós að hann og börnin hans tvö höfðu öll verið greind með kórónusmit sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Svo fréttum við það að það er bara bekkur sonar okkar sem er í sóttkví. Svo menn hafa greinilega ekki alveg hugsað dæmið til enda því að þetta var kennari og enginn af kaffistofunni var settur í sóttkví. Því var brugðið á það ráð að loka skólanum. Svo var öllum skólum lokað hér í Ósló degi eða tveimur seinna,“ segir Gunnar sem var heima með börnunum sínum tveimur í gær og fór hann að taka eftir því að dóttir hans og barnsmóður hans var orðin nokkuð slöpp. „Sonur minn er til skiptis hjá mér og móður sinni. Svo fer ég að taka eftir því að dóttir mín er orðið slöpp og komin með hita. Hún hefur þá smitast af syni mínum sem er einkennalaus. Ég fer svo í framhaldinu að finna fyrir smá slappleika, hita og þurrka í hálsi. Það hefur ekki verið meira hjá mér og þetta kemur bara í ljós með tímanum. En ég held að þetta verði nú allt í góðu. Auðvitað skilur maður að fólk sé hrætt sem á við heilsufarsbresti að stríða en við erum öll hraust og ekkert að óttast í raun.“ Fær allt í einu bætur Hann segir að reglurnar í Noregi séu þannig að ef maður er greindur þá þarf maður að vera heima í 14 daga. „Ef maður verður mikið veikur er maður sóttur á sjúkrabíl. Það er ekki nóg pláss til að taka við þeim sem minna veikir eru, enda engin ástæða til. Það fyndna við þetta er að ríkisstjórnin var búin að loka á alla þjónustu þar sem snerting fer fram. Þar sem það er frekar erfitt að gera húðflúr án þess að snerta kúnnann þá þurftum við að loka í 14 daga. Það voru komnar einhverjar fréttir með að fólk sem er sjálfstætt starfandi, eins og ég og svo margir aðrir, fengju litlar bætur. Það voru allavega fyrstu fréttir. Sem mér fannst nú helvíti súrt. Svo greinist ég með veiruna og þá allt í einu á ég rétt á bótum. Ég og barnsmóðir mín erum afar róleg yfir þessu. En við tökum þessu samt alvarlega. Hittum ekki neitt fólk að sjálfsögðu og viljum ekki vera valdur af því að einhver með slæma heilsu veikist.“ Í október 2017 féll móðir hans frá eftir baráttu við krabbamein. „Móðir mín var slöpp í lungum þau síðustu ár sem hún lifði og hún hefði nú sennilega ekki komist í gengum þetta nema með herkjum. Þannig að maður skilur að fólk sé hrætt.“ Saga Gunnars Valdimarssonar er þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Hann hefur misst báða foreldra sína og fór í gegnum skilnað sem tók verulega á. Gunnar var gestur í Einkalífinu á dögunum og fór yfir harmrænt lífshlaup sitt í þættinum sem sjá má hér að neðan. Eftir alla erfiðleikana stofnaði hann hljómsveitina Gunnar The Fifth og semur hann tónlist til að koma sér í gegnum erfiða tíma. Einkalífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Gerðu lag og myndband í sóttkví 16. mars 2020 15:32 Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
„Við fengum skilaboð í síðustu viku um að það yrðu allir sendir heim úr öðrum bekk úr skólanum hjá syni mínum. Við reiknuðum bara með að það væru allir í skólanum. Svo fáum við skilaboð daginn eftir um að það hafi verið starfsmaður í skólanum sem hafði bein samskipti við son okkar sem hafði greinst með Covid-19,“ segir tónlistarmaðurinn og flúrarinn Gunnar Valdimarsson sem er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviði húðflúrunar. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta en staðið utan við sviðsljósið. Í gær kom í ljós að hann og börnin hans tvö höfðu öll verið greind með kórónusmit sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. „Svo fréttum við það að það er bara bekkur sonar okkar sem er í sóttkví. Svo menn hafa greinilega ekki alveg hugsað dæmið til enda því að þetta var kennari og enginn af kaffistofunni var settur í sóttkví. Því var brugðið á það ráð að loka skólanum. Svo var öllum skólum lokað hér í Ósló degi eða tveimur seinna,“ segir Gunnar sem var heima með börnunum sínum tveimur í gær og fór hann að taka eftir því að dóttir hans og barnsmóður hans var orðin nokkuð slöpp. „Sonur minn er til skiptis hjá mér og móður sinni. Svo fer ég að taka eftir því að dóttir mín er orðið slöpp og komin með hita. Hún hefur þá smitast af syni mínum sem er einkennalaus. Ég fer svo í framhaldinu að finna fyrir smá slappleika, hita og þurrka í hálsi. Það hefur ekki verið meira hjá mér og þetta kemur bara í ljós með tímanum. En ég held að þetta verði nú allt í góðu. Auðvitað skilur maður að fólk sé hrætt sem á við heilsufarsbresti að stríða en við erum öll hraust og ekkert að óttast í raun.“ Fær allt í einu bætur Hann segir að reglurnar í Noregi séu þannig að ef maður er greindur þá þarf maður að vera heima í 14 daga. „Ef maður verður mikið veikur er maður sóttur á sjúkrabíl. Það er ekki nóg pláss til að taka við þeim sem minna veikir eru, enda engin ástæða til. Það fyndna við þetta er að ríkisstjórnin var búin að loka á alla þjónustu þar sem snerting fer fram. Þar sem það er frekar erfitt að gera húðflúr án þess að snerta kúnnann þá þurftum við að loka í 14 daga. Það voru komnar einhverjar fréttir með að fólk sem er sjálfstætt starfandi, eins og ég og svo margir aðrir, fengju litlar bætur. Það voru allavega fyrstu fréttir. Sem mér fannst nú helvíti súrt. Svo greinist ég með veiruna og þá allt í einu á ég rétt á bótum. Ég og barnsmóðir mín erum afar róleg yfir þessu. En við tökum þessu samt alvarlega. Hittum ekki neitt fólk að sjálfsögðu og viljum ekki vera valdur af því að einhver með slæma heilsu veikist.“ Í október 2017 féll móðir hans frá eftir baráttu við krabbamein. „Móðir mín var slöpp í lungum þau síðustu ár sem hún lifði og hún hefði nú sennilega ekki komist í gengum þetta nema með herkjum. Þannig að maður skilur að fólk sé hrætt.“ Saga Gunnars Valdimarssonar er þyrnum stráð og litast af áföllum sem á hann hafa dunið. Hann hefur misst báða foreldra sína og fór í gegnum skilnað sem tók verulega á. Gunnar var gestur í Einkalífinu á dögunum og fór yfir harmrænt lífshlaup sitt í þættinum sem sjá má hér að neðan. Eftir alla erfiðleikana stofnaði hann hljómsveitina Gunnar The Fifth og semur hann tónlist til að koma sér í gegnum erfiða tíma.
Einkalífið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Noregur Tengdar fréttir Gerðu lag og myndband í sóttkví 16. mars 2020 15:32 Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30 Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00 Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Upplifði gríðarlega mikla skömm eftir skilnaðinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið 3. mars 2020 14:30
Sér eftir síðustu orðunum við föður sinn Gunnar Valdimarsson er helst þekktur fyrir hæfileika sína á sviðið húðflúra. Hann hefur flúrað nokkra íslenska landsliðsmenn og fleiri þekkta. Saga Gunnars er aftur á móti mögnuð og hefur hann þurft að glíma við áföll á sinni lífsleið. 1. mars 2020 10:00