HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 07:00 Ágúst Þór Jóhannsson og Róbert Geir Gíslason voru í Seinni bylgjunni í gærkvöld. skjáskot/stöð 2 sport Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni
Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00