„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2020 18:43 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Michael Mann, sendiherra ESB á Íslandi, mæta til fundar sem hófst klukkan 18:30 í utanríkisráðuneytinu vegna tillögu ESB um 30 daga ferðabann. Vísir/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvað íslensk stjórnvöld hafi langan tíma til að bregðast við beiðni Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að Ísland taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja, sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“, við þurfum auðvitað að ræða þetta og taka upplýsta ákvörðun,“ segir Áslaug Arna, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Sjá einnig: Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Hún segir að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. „Við munum ræða þetta í ríkisstjórn á morgun, átta okkur á því til hvers er ætlast af okkur og hvort að við höfum eitthvað um þetta að segja.“ Hún segir að skoða þurfi hvað ferðabann sem þetta myndi þýða í framkvæmd fyrir Ísland. „Það hefur verið okkar lína, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri,“ segir Áslaug. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir að svo stöddu hversu langan tíma íslensk stjórnvöld hefðu til þess að taka afstöðu til beiðninnar. Bannið, sem lagt var til af von der Leyen í dag, verður tekið fyrir á fjarfundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgun. Verði af banninu myndi það standa yfir í 30 daga, og taka til allra þeirra sem ekki eru ríkisborgarar Evrópusambandsins og eftir atvikum, hinna Schengen-ríkjanna. Undanþágur á banninu yrðu þá veittar þeim sem væru á leið til sinna heima eða fjölskyldna, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna sérstaklega að því að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir ekki liggja fyrir hvað íslensk stjórnvöld hafi langan tíma til að bregðast við beiðni Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um að Ísland taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og annarra Schengen-ríkja, sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“, við þurfum auðvitað að ræða þetta og taka upplýsta ákvörðun,“ segir Áslaug Arna, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu. Sjá einnig: Vill að Ísland banni komur ferðamanna frá löndum utan Schengen Hún segir að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun. „Við munum ræða þetta í ríkisstjórn á morgun, átta okkur á því til hvers er ætlast af okkur og hvort að við höfum eitthvað um þetta að segja.“ Hún segir að skoða þurfi hvað ferðabann sem þetta myndi þýða í framkvæmd fyrir Ísland. „Það hefur verið okkar lína, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag að þetta myndi ekki skila tilætluðum árangri,“ segir Áslaug. Aðspurð sagði hún að ekki lægi fyrir að svo stöddu hversu langan tíma íslensk stjórnvöld hefðu til þess að taka afstöðu til beiðninnar. Bannið, sem lagt var til af von der Leyen í dag, verður tekið fyrir á fjarfundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgun. Verði af banninu myndi það standa yfir í 30 daga, og taka til allra þeirra sem ekki eru ríkisborgarar Evrópusambandsins og eftir atvikum, hinna Schengen-ríkjanna. Undanþágur á banninu yrðu þá veittar þeim sem væru á leið til sinna heima eða fjölskyldna, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og öðrum sem vinna sérstaklega að því að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira