Íslendingur í Kína segir kórónuveiruna á undanhaldi þar í landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:02 Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína. Facebook/Snorri Sigurðsson Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Innflytjendamálin almenningi efst í huga Jólin verða rauð eftir allt saman Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Innflytjendamálin almenningi efst í huga Jólin verða rauð eftir allt saman Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23