Draga úr viðveru í þingsalnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. mars 2020 12:19 Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis og Steingrímur J. Sigfússon forseti þingsins. Vísir/Vilhelm Þingfundum hefur verið fækkað í vikunni en ráðgert er að afgreiða minnst þrjú fumvörp í vikunni sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hugsanlega verða atkvæðagreiðslur opnar í lengri tíma svo að þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu. Á föstudaginn var afgreitt á Alþingi frumvarp sem veitir fyrirtækjum mánaðarfrest til að greiða helming tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Þá hafa verið samþykkt lög sem veita Lyfjastofnun tímabundnar heimildir til að leggja á bann við útflutningi lyfja. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gerir ráð fyrir að í þessari viku verði afgreidd þrjú frumvörp sem snúa að viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Sjá einnig: Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Tvö frá félags- og barnamálaráðherra og eitt frá umhverfis- og samgöngunefnd. „Það er um launagreiðslur fólks í sóttkví og það er um hlutagreiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði á móti lækkuðu starfshlutfalli og svo frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar vegna neyðaraðstæðna í sveitarfélögum sem heimilar frávik frá sveitarstjórnalögum eða samþykktum sveitarfélaga hvað varðar það hvernig hægt sé að taka ákvarðanir þá eða afgreiða mál með fjarfundum eða annað í þeim dúr,“ segir Steingrímur. Sjá einnig: Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Þingfundum verður fækkað í vikunni frá því sem starfsáætlun gerði ráð fyrir. „Við ætlum að fara niður í tvo þingfundadaga. Nefndastarfið helst svona að mestu óbreytt það er þó bara í höndum hverrar nefndar fyrir sig,“ segir Steingrímur. Ljóst sé þó að þær nefndir sem fjalla um þau mál sem sé mest aðkallandi að afgreiða í vikunni þurfi að funda. Þingnefndir geta eftir atvikum fundað í gegnum fjarfundabúnað en þingfundir og atkvæðagreiðslur verða að fara fram í þingsal. Einhver önnur mál kunni að vera tekin fyrir á þessum tveimur þingfundadögum í vikunni sem verða á morgun og á fimmtudaginn. Hugsanlega verður lögð áhersla á að koma einhverjum málum til nefndar og klára önnur sem bíða tilbúin til þriðju umræðu. „Við beinum sjónum að því mikilvægasta og drögum úr viðveru í þingsalnum og það bætast auðvitað við fjölmargar ráðstafanir sem hér er búið að gera á staðnum til að reyna að draga úr áhættu eins og kostur er,“ segir Steingrímur. Hugsanlega munu atkvæðagreiðslur standa yfir í lengri tíma en gengur og gerist svo þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu.Vísir/Vilhelm Þá er spurning hvernig atkvæðagreiðslum er háttað þegar samkomubann hefur tekið gildi og þau tilmæli gefin út að fólk reyni að halda um tveggja metra bili á milli sín. „Við eigum svolítið erfitt með það vegna þess að þar stendur stjórnarskráin auðvitað alveg föst fyrir, það er hæpið að sjá fyrir sér að ákvarðanir Alþingis séu lögmætar nema að 32 þingmenn hið minnsta taki þátt í afgreiðslu þeirra á staðnum,“ segir Steingrímur. „En við getum haft atkvæðagreiðslurnar opnar í lengri tíma þannig að þaðþurfi ekki allir að vera inni ásama tíma og síðan auðvitaðgetum við reynt að hafa þær eins einfaldar og kostur er og fáar. Markmiðiðer auðvitað allt saman aðreyna að halda þinginu starfhæfu eins lengi og mögulegt er og helst alveg ígegnum þetta,“ segir Steingrímur. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Þingfundum hefur verið fækkað í vikunni en ráðgert er að afgreiða minnst þrjú fumvörp í vikunni sem tengjast aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Hugsanlega verða atkvæðagreiðslur opnar í lengri tíma svo að þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu. Á föstudaginn var afgreitt á Alþingi frumvarp sem veitir fyrirtækjum mánaðarfrest til að greiða helming tryggingagjalds og staðgreiðslu opinberra gjalda sem voru á gjalddaga í mars. Þá hafa verið samþykkt lög sem veita Lyfjastofnun tímabundnar heimildir til að leggja á bann við útflutningi lyfja. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis gerir ráð fyrir að í þessari viku verði afgreidd þrjú frumvörp sem snúa að viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Sjá einnig: Kórónuveirufrumvarp Bjarna samþykkt á Alþingi Tvö frá félags- og barnamálaráðherra og eitt frá umhverfis- og samgöngunefnd. „Það er um launagreiðslur fólks í sóttkví og það er um hlutagreiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði á móti lækkuðu starfshlutfalli og svo frumvarp umhverfis- og samgöngunefndar vegna neyðaraðstæðna í sveitarfélögum sem heimilar frávik frá sveitarstjórnalögum eða samþykktum sveitarfélaga hvað varðar það hvernig hægt sé að taka ákvarðanir þá eða afgreiða mál með fjarfundum eða annað í þeim dúr,“ segir Steingrímur. Sjá einnig: Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Þingfundum verður fækkað í vikunni frá því sem starfsáætlun gerði ráð fyrir. „Við ætlum að fara niður í tvo þingfundadaga. Nefndastarfið helst svona að mestu óbreytt það er þó bara í höndum hverrar nefndar fyrir sig,“ segir Steingrímur. Ljóst sé þó að þær nefndir sem fjalla um þau mál sem sé mest aðkallandi að afgreiða í vikunni þurfi að funda. Þingnefndir geta eftir atvikum fundað í gegnum fjarfundabúnað en þingfundir og atkvæðagreiðslur verða að fara fram í þingsal. Einhver önnur mál kunni að vera tekin fyrir á þessum tveimur þingfundadögum í vikunni sem verða á morgun og á fimmtudaginn. Hugsanlega verður lögð áhersla á að koma einhverjum málum til nefndar og klára önnur sem bíða tilbúin til þriðju umræðu. „Við beinum sjónum að því mikilvægasta og drögum úr viðveru í þingsalnum og það bætast auðvitað við fjölmargar ráðstafanir sem hér er búið að gera á staðnum til að reyna að draga úr áhættu eins og kostur er,“ segir Steingrímur. Hugsanlega munu atkvæðagreiðslur standa yfir í lengri tíma en gengur og gerist svo þingmenn þurfi ekki allir að vera inni í þingsalnum í einu.Vísir/Vilhelm Þá er spurning hvernig atkvæðagreiðslum er háttað þegar samkomubann hefur tekið gildi og þau tilmæli gefin út að fólk reyni að halda um tveggja metra bili á milli sín. „Við eigum svolítið erfitt með það vegna þess að þar stendur stjórnarskráin auðvitað alveg föst fyrir, það er hæpið að sjá fyrir sér að ákvarðanir Alþingis séu lögmætar nema að 32 þingmenn hið minnsta taki þátt í afgreiðslu þeirra á staðnum,“ segir Steingrímur. „En við getum haft atkvæðagreiðslurnar opnar í lengri tíma þannig að þaðþurfi ekki allir að vera inni ásama tíma og síðan auðvitaðgetum við reynt að hafa þær eins einfaldar og kostur er og fáar. Markmiðiðer auðvitað allt saman aðreyna að halda þinginu starfhæfu eins lengi og mögulegt er og helst alveg ígegnum þetta,“ segir Steingrímur.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira