Sáttafundur Össurar og Eiðs eftir misskilning í strætó Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2020 13:53 Össur Pétur og Eiður hittust yfir kaffibolla og ræddu málin í gærkvöldi. Guðmundur Heiðar Össur Pétur Valdimarsson vagnstjóri hjá Strætó og Eiður Welding, varaformaður CP-félagsins, áttu sáttafund í Mjódd í gærkvöldi eftir misskilning þeirra á milli í strætó um helgina. Málið rataði í fjölmiðla en hefur nú fengið farsæla lausn, að sögn upplýsingafulltrúa Strætó. Eiður, sem er með heilalömun (e. cerebral palsy), greindi frá því á Facebook-síðu sinni á sunnudag að hann hefði ætlað að taka strætó fyrr um kvöldið; gengið inn í vagninn, sýnt strætókort sitt og ætlað að setjast niður. Vagnstjórinn hefði þá sakað hann um að vera í annarlegu ástandi, tekið af honum strætókortið og „hent“ honum út úr vagninum. Fjallað var um færsluna á vef DV í fyrradag. Þar sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó að málið virtist á misskilningi byggt. Samkvæmt frásögn vagnstjórans og myndefnis úr vagninum hefði Eiður ekki verið sakaður um að vera í annarlegu ástandi. Þá hefði kort hans verið útrunnið, komið tvo mánuði fram yfir tímann. Eiður hefði á endanum yfirgefið vagninn sjálfur. Hörð viðbrögð eftir færslu Eiðs Guðmundur ítrekar svo á Facebook-síðu sinni í gær að málið hafi grundvallast á misskilningi. Eiður verði reglulega fyrir miklum fordómum vegna fötlunar sinnar og sé vanur því að ókunnugt fólk haldi að hann sé ölvaður. „Við nánari skoðun kom í ljós að málið byggðist á miklum misskilningi. Vagnstjórinn, Össur Pétur [Valdimarsson] hafði ekki sakað Eið um að vera í annarlegu ástandi. Össur stoppaði hann því að strætókortið var útrunnið. Össur gerði síðan sjálfur þau mistök að kippa veskinu hans Eiðs úr höndum hans sem varð til þess að honum þótti að sér vegið.“ Það hafa eflaust margir tekið eftir Strætó málinu sem birtist á dv.is í gær. Eiður Welding lýsti því í Facebook færslu...Posted by Guðmundur Heiðar Helgason on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Þá greinir Guðmundur frá því að færsla Eiðs hefði vakið hörð viðbrögð; bæði Össur og Eiður hefðu orðið fyrir aðkasti og einhverjir krafist brottrekstrar þess fyrrnefnda úr starfi. „Það þarf kjark til að stíga fram og viðurkenna mistök eins og Eiður gerði. Það er erfitt að skilja hvernig er að lifa með fötlun, en ég veit að hann Eiður stefnir langt og á framtíðina fyrir sér. Við munum hittast eftir áramót og hann ætlar að skipuleggja fötlunarfræðslu með starfsfólki Strætó. Aukin fræðsla er alltaf jákvæð og vonandi verður þetta byrjunin á góðri samvinnu,“ segir Guðmundur í færslu sinni. Með henni birtir hann mynd af Össuri og Eiði en þeir hittust yfir kaffibolla í Mjóddinni í gærkvöldi „og tóku einn hring á leið 11“. Myndina má sjá efst í fréttinni. Strætó Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér. 14. október 2019 17:45 Eiður fór út í pólitík eftir einelti í grunnskóla: „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða“ Eiður Axelsson Welding segist feginn að vera laus úr Sæmundarskóla þar sem hann var lagður í einelti en Eiður er með heilalömun eða CP. 29. september 2020 10:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Eiður, sem er með heilalömun (e. cerebral palsy), greindi frá því á Facebook-síðu sinni á sunnudag að hann hefði ætlað að taka strætó fyrr um kvöldið; gengið inn í vagninn, sýnt strætókort sitt og ætlað að setjast niður. Vagnstjórinn hefði þá sakað hann um að vera í annarlegu ástandi, tekið af honum strætókortið og „hent“ honum út úr vagninum. Fjallað var um færsluna á vef DV í fyrradag. Þar sagði Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó að málið virtist á misskilningi byggt. Samkvæmt frásögn vagnstjórans og myndefnis úr vagninum hefði Eiður ekki verið sakaður um að vera í annarlegu ástandi. Þá hefði kort hans verið útrunnið, komið tvo mánuði fram yfir tímann. Eiður hefði á endanum yfirgefið vagninn sjálfur. Hörð viðbrögð eftir færslu Eiðs Guðmundur ítrekar svo á Facebook-síðu sinni í gær að málið hafi grundvallast á misskilningi. Eiður verði reglulega fyrir miklum fordómum vegna fötlunar sinnar og sé vanur því að ókunnugt fólk haldi að hann sé ölvaður. „Við nánari skoðun kom í ljós að málið byggðist á miklum misskilningi. Vagnstjórinn, Össur Pétur [Valdimarsson] hafði ekki sakað Eið um að vera í annarlegu ástandi. Össur stoppaði hann því að strætókortið var útrunnið. Össur gerði síðan sjálfur þau mistök að kippa veskinu hans Eiðs úr höndum hans sem varð til þess að honum þótti að sér vegið.“ Það hafa eflaust margir tekið eftir Strætó málinu sem birtist á dv.is í gær. Eiður Welding lýsti því í Facebook færslu...Posted by Guðmundur Heiðar Helgason on Þriðjudagur, 29. desember 2020 Þá greinir Guðmundur frá því að færsla Eiðs hefði vakið hörð viðbrögð; bæði Össur og Eiður hefðu orðið fyrir aðkasti og einhverjir krafist brottrekstrar þess fyrrnefnda úr starfi. „Það þarf kjark til að stíga fram og viðurkenna mistök eins og Eiður gerði. Það er erfitt að skilja hvernig er að lifa með fötlun, en ég veit að hann Eiður stefnir langt og á framtíðina fyrir sér. Við munum hittast eftir áramót og hann ætlar að skipuleggja fötlunarfræðslu með starfsfólki Strætó. Aukin fræðsla er alltaf jákvæð og vonandi verður þetta byrjunin á góðri samvinnu,“ segir Guðmundur í færslu sinni. Með henni birtir hann mynd af Össuri og Eiði en þeir hittust yfir kaffibolla í Mjóddinni í gærkvöldi „og tóku einn hring á leið 11“. Myndina má sjá efst í fréttinni.
Strætó Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér. 14. október 2019 17:45 Eiður fór út í pólitík eftir einelti í grunnskóla: „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða“ Eiður Axelsson Welding segist feginn að vera laus úr Sæmundarskóla þar sem hann var lagður í einelti en Eiður er með heilalömun eða CP. 29. september 2020 10:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér. 14. október 2019 17:45
Eiður fór út í pólitík eftir einelti í grunnskóla: „Þetta samfélag er byggt upp fyrir ófatlaða“ Eiður Axelsson Welding segist feginn að vera laus úr Sæmundarskóla þar sem hann var lagður í einelti en Eiður er með heilalömun eða CP. 29. september 2020 10:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent