Ekki vitað um afdrif 21 sem er til heimilis á hamfarasvæðinu Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Skriðurnar féllu um klukkan 4 í nótt að staðartíma. EPA Ekki er vitað um afdrif 21 sem er skráður til heimilis í húsum á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask þar sem aurskriður féllu í nótt. Þetta sagði norska lögreglan um klukkan tólf, en um klukkan ellefu var rætt um 26 og hefur nú verið gert grein fyrir fimm af þeim. Lögregla tekur fram að fólkið kann að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Þó sé einnig möguleiki að fólkið sé að finna á því svæði þar sem aurskriðurnar féllu. Lögregla í Noregi greindi frá þessu um klukkan ellefu í morgun, en var fyrst kölluð út vegna skriðanna um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Voru þá milli 150 og tvö hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu og voru sjúkrahús í Osló sett á neyðarstig. Þegar leið á morguninn var rýmingarsvæðið stækkað þannig að um sjö hundruð manns hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og er enn er talin hætta á frekari skriðuföllum. Vitað er að níu manns hið minnsta hafi slasast og þar af einn alvarlega. Enn er verið að meta umfang eyðileggingarinnar en að sögn lögreglu náði skriðan yfir hús við fjórtán mismunandi heimilisföng. Er skriðusvæðið sagt vera sjö hundruð metrar sinnum þrjú hundruð metrar að stærð. AP Af myndum að dæma má ljóst vera að eyðileggingin er mikil og hefur sveitarstjórinn, Anders Østensen, sagt náttúruhamfarirnar vera bæði miklar og alvarlegar. Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill í nótt og í morgun, þar sem lögregla, slökkvilið, heimavarnarlið og fulltrúar almannavarna hafa meðal annars tekið þátt. Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.330 Skvadron Bærinn Ask er að finna í sveitarfélaginu Gjerdrum, um þrjátíu kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og telja íbúar bæjarins um fimm þúsund. Skriður sem þessar eru tiltölulega algengar á þessu svæði þar sem jarðvegurinn er víða mjög leirkenndur. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Lögregla tekur fram að fólkið kann að hafa verið í heimsókn hjá öðru fólki þegar skriðurnar féllu eða tekist að komast burt af sjálfsdáðum. Þó sé einnig möguleiki að fólkið sé að finna á því svæði þar sem aurskriðurnar féllu. Lögregla í Noregi greindi frá þessu um klukkan ellefu í morgun, en var fyrst kölluð út vegna skriðanna um klukkan fjögur í nótt að staðartíma. Voru þá milli 150 og tvö hundruð manns gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu og voru sjúkrahús í Osló sett á neyðarstig. Þegar leið á morguninn var rýmingarsvæðið stækkað þannig að um sjö hundruð manns hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og er enn er talin hætta á frekari skriðuföllum. Vitað er að níu manns hið minnsta hafi slasast og þar af einn alvarlega. Enn er verið að meta umfang eyðileggingarinnar en að sögn lögreglu náði skriðan yfir hús við fjórtán mismunandi heimilisföng. Er skriðusvæðið sagt vera sjö hundruð metrar sinnum þrjú hundruð metrar að stærð. AP Af myndum að dæma má ljóst vera að eyðileggingin er mikil og hefur sveitarstjórinn, Anders Østensen, sagt náttúruhamfarirnar vera bæði miklar og alvarlegar. Viðbúnaður á svæðinu hefur verið mikill í nótt og í morgun, þar sem lögregla, slökkvilið, heimavarnarlið og fulltrúar almannavarna hafa meðal annars tekið þátt. Aurskriður féllu meðal annars á íbúðabyggð í Ask.330 Skvadron Bærinn Ask er að finna í sveitarfélaginu Gjerdrum, um þrjátíu kílómetra norðaustur af höfuðborginni Osló og telja íbúar bæjarins um fimm þúsund. Skriður sem þessar eru tiltölulega algengar á þessu svæði þar sem jarðvegurinn er víða mjög leirkenndur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Tengdar fréttir Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28 Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Sjá meira
Að minnsta kosti níu slasaðir og mikil eyðilegging Að minnsta kosti níu eru slasaðir eftir jarðvegsskriðurnar sem féllu í norska bænum Ask, norðaustur af Osló, í nótt. Myndir frá vettvangi sýna fram á mikla eyðileggingu á staðnum. 30. desember 2020 09:28
Miklar aurskriður skullu á íbúðahús í norska bænum Ask Margir eru sagðir hafa slasast eftir að aurskriður skullu á fjölda húsa í bænum norska bænum Ask í nótt. Um tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna skriðuhættu. 30. desember 2020 07:08