Sara Björk skrifaði söguna með þrenns konar hætti í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 09:00 Sara Björk Gunnarsdóttir kyssir hér bikarinn í gærkvöldi sem hún hlaut í annað skiptið á þremur árum. BRAGI VALGEIRSSON Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir setti þrjú ný met og jafnaði tvö til viðbótar þegar hún var kjörin Íþróttamaður ársins í gærkvöldi. Það hafa sjaldan verið slegið jafnmörg met í einu í 65 ára sögu kjör Íþróttamanns ársins og í gærkvöldi þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hlaut útnefninguna fyrir árið 2020. Sara Björk skrifaði nafn sitt efst á lista á fimm listum með kjöri sínu en hér fyrir neðan má sjá metin sem hún sló í gær. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Sara Björk hlaut fullt hús stiga í kosningunni í ár eða alls 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en Sara er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara bætti gamla met Ólafs Stefánssonar um sautján stig. Sara Björk var ein af sjö konum sem höfðu hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins en varð í gær sú fyrsta til að hljóta hana tvisvar. Sara komst líka í hóp þeirra knattspyrnumanna sem hafa oftast verið kosnir Íþróttamaður ársins. Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla) Íþróttamaður ársins Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43 Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Það hafa sjaldan verið slegið jafnmörg met í einu í 65 ára sögu kjör Íþróttamanns ársins og í gærkvöldi þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hlaut útnefninguna fyrir árið 2020. Sara Björk skrifaði nafn sitt efst á lista á fimm listum með kjöri sínu en hér fyrir neðan má sjá metin sem hún sló í gær. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Sara Björk hlaut fullt hús stiga í kosningunni í ár eða alls 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en Sara er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara bætti gamla met Ólafs Stefánssonar um sautján stig. Sara Björk var ein af sjö konum sem höfðu hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins en varð í gær sú fyrsta til að hljóta hana tvisvar. Sara komst líka í hóp þeirra knattspyrnumanna sem hafa oftast verið kosnir Íþróttamaður ársins. Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla)
Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla)
Íþróttamaður ársins Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43 Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14