Pökkuðu saman í rafmagnsleysinu og fluttu jólin yfir til tengdó Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2020 11:30 Vart er hægt að hugsa sér verri tíma til að missa út rafmagnið og þann þegar verið er að hafa til sjálfa hátíðarmáltíðina að kvöldi aðfangadags. aðsendar Rafmagnslaust varð á allra versta tíma í nýju hverfi á Selfossi eða að kvöldi aðfangadags. Jólamaturinn fór fyrir lítið. „Já, það má segja að Rarik hafi stolið jólunum frá okkur og fleiri fjölskyldum,“ segir Sævar Andri Árnason húsasmiður og íbúi í Löndunum, nýju hverfi á Selfossi í samtali við Vísi. Sævar og fjölskylda, eiginkona og tvær dætur, voru í óða önn við að undirbúa sjálfa jólamáltíðina; hamborgarhryggurinn var í ofninum, sósan að taka sig á hellunni og verið var að gera allt sem tilheyrir klárt. „Við vorum að reyna að brúna kartöflur. Þá datt rafmagnið út.“ Þau biðu í þrjú korter eða til klukkan korter yfir sex og þá datt rafmagnið inn aftur og þau keyrðu matseldina í gang en þá datt rafmagnið út aftur. „Þá fer út annar fasi,“ segir Sævar. Einhverjir náðu að elda jólamáltíðina á prímus Hann hringdi í Rarik og sá sem þar var fyrir svörum var mjög undrandi á því að þetta væri dottið út aftur. En það var þá þessi fasi tvö. Þá varð fjölskyldunni nóg boðið. „Við erum með eina sjö ára og aðra eins árs. Við frúin tókum fjölskyldufund. Við vissum ekki hversu lengi þessi seinni bilun myndi vara. Þar sem við erum í lítilli og nettri íbúð höfðum við ekki allt okkar hafurtak hjá okkur. Einhverjir gátu eldað sósuna á prímus úti í bílskúr og snæddu þá við kertaljós. Konan hringdi í móður sína, við eigum góða að á Selfossi, þannig að við tókum saman allt okkar pakkadót og fengum mat hjá þeim. Hátíðarmáltíðin sjálf var farin í vaskinn. Þú gerir ekkert litlum börnum, sem eru spennt yfir pökkunum, það að látið þau bíða endalaust.“ Svipmyndir úr rafmagnsleysinu á Selfossi á aðfangadagskvöld. Einhverjir gripu til þess að elda hátíðarkvöldverðinn á prímus. Selfyssingar kunna að bjarga sér ef svo ber undir.aðsend Þau drifu sig því yfir til tengdaforeldra Sævars sem tóku fagnandi á móti þeim. Sem betur fer áttu þau nægan mat. Sævar segir að það séu ekki síst viðbrögð Rarik sem standi í sér. „Já, mér finnst þetta lélegt,“ segir Sævar og vísar til þess að hvorki hafi heyrst þaðan hósti né stuna. „Engin afsökunarbeiðni eða neitt. Réttast væri að þeir borguðu jólamatinn fyrir alla í þessu hverfi. Þó fólk taki þessu með ró og reyni að hafa þetta sem best og eftirminnilegt, þá er þetta lélegt.“ RARIK harmar mistökin Rósant Guðmundsson kynningarstjóri RARIK segir allt þetta sem Sævar talar um og að RARIK snýr sannleikanum samkvæmt. Hann segir að á svæðisvaktinni hafi verið gerð þau mistök að ekki voru send út, eins og jafnan er gert, tilkynning til notenda. „Það kom fát á mannskapinn þó vert sé að halda því til haga að vinnuflokkarnir vinna frábært starf við oft erfiðar aðstæður á vettvangi. Þetta er svo krítískur tími og menn voru að einbeita sér að því að koma rafmagninu á. En þegar verður fyrirvaralaus truflun senda menn út tilkynningu alla jafna. Þó ljóst sé að komið sé rafmagnsleysi. Og láta vita að verið sé að leita að bilum. Og svo að venju er send út tilkynning og þar sem beðist er velvirðingar. Mistök að það var ekki gert,“ segir Rósant. Í fátinu við að bjarga biluninni á hinum krítíska tíma fórst fyrir að senda út tilkynningu og afsökunarbeiðni. Hún berst með seinni skipunum, hér og nú.RARIK Hann útskýrir að múffa í jarðstreng sem fæðir hverfið hafi brunnið. Það þurfti að staðsetja hana og svo var hverfið fætt frá öðrum stað, á endanum. „Við náttúrlega biðjumst velvirðingar á því að ekki var út send tilkynning, sem eðlilegt er í slíku tilfelli.“ Rósant segir athyglisvert að yfirleitt sé ekki svona mikið álag á aðfangadegi. Fólk hópist yfirleitt meira saman og þá myndast ekki eins mikið álag á kerfið. Nú hins vegar var fólk dreifðara vegna kórónuveirunnar og þar með fleiri tæki í gangi. „Sem gæti verið ástæðan fyrir því að múffan brann. Við verðum að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og biðjumst innilega afsökunar á þessu. Kannski seint að senda þá afsökunarbeiðni út viku seinna en virkilega leiðinleg mistök sem áttu sér stað þarna,“ segir Rósant. Hann segir eðlilegt að fólk sé pirrað, þetta sé krítískur tími sú var einmitt ástæðan fyrir því að menn gleymdu sér í fátinu. Og tilkynningskyldan fór forgörðum. Jól Árborg Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
„Já, það má segja að Rarik hafi stolið jólunum frá okkur og fleiri fjölskyldum,“ segir Sævar Andri Árnason húsasmiður og íbúi í Löndunum, nýju hverfi á Selfossi í samtali við Vísi. Sævar og fjölskylda, eiginkona og tvær dætur, voru í óða önn við að undirbúa sjálfa jólamáltíðina; hamborgarhryggurinn var í ofninum, sósan að taka sig á hellunni og verið var að gera allt sem tilheyrir klárt. „Við vorum að reyna að brúna kartöflur. Þá datt rafmagnið út.“ Þau biðu í þrjú korter eða til klukkan korter yfir sex og þá datt rafmagnið inn aftur og þau keyrðu matseldina í gang en þá datt rafmagnið út aftur. „Þá fer út annar fasi,“ segir Sævar. Einhverjir náðu að elda jólamáltíðina á prímus Hann hringdi í Rarik og sá sem þar var fyrir svörum var mjög undrandi á því að þetta væri dottið út aftur. En það var þá þessi fasi tvö. Þá varð fjölskyldunni nóg boðið. „Við erum með eina sjö ára og aðra eins árs. Við frúin tókum fjölskyldufund. Við vissum ekki hversu lengi þessi seinni bilun myndi vara. Þar sem við erum í lítilli og nettri íbúð höfðum við ekki allt okkar hafurtak hjá okkur. Einhverjir gátu eldað sósuna á prímus úti í bílskúr og snæddu þá við kertaljós. Konan hringdi í móður sína, við eigum góða að á Selfossi, þannig að við tókum saman allt okkar pakkadót og fengum mat hjá þeim. Hátíðarmáltíðin sjálf var farin í vaskinn. Þú gerir ekkert litlum börnum, sem eru spennt yfir pökkunum, það að látið þau bíða endalaust.“ Svipmyndir úr rafmagnsleysinu á Selfossi á aðfangadagskvöld. Einhverjir gripu til þess að elda hátíðarkvöldverðinn á prímus. Selfyssingar kunna að bjarga sér ef svo ber undir.aðsend Þau drifu sig því yfir til tengdaforeldra Sævars sem tóku fagnandi á móti þeim. Sem betur fer áttu þau nægan mat. Sævar segir að það séu ekki síst viðbrögð Rarik sem standi í sér. „Já, mér finnst þetta lélegt,“ segir Sævar og vísar til þess að hvorki hafi heyrst þaðan hósti né stuna. „Engin afsökunarbeiðni eða neitt. Réttast væri að þeir borguðu jólamatinn fyrir alla í þessu hverfi. Þó fólk taki þessu með ró og reyni að hafa þetta sem best og eftirminnilegt, þá er þetta lélegt.“ RARIK harmar mistökin Rósant Guðmundsson kynningarstjóri RARIK segir allt þetta sem Sævar talar um og að RARIK snýr sannleikanum samkvæmt. Hann segir að á svæðisvaktinni hafi verið gerð þau mistök að ekki voru send út, eins og jafnan er gert, tilkynning til notenda. „Það kom fát á mannskapinn þó vert sé að halda því til haga að vinnuflokkarnir vinna frábært starf við oft erfiðar aðstæður á vettvangi. Þetta er svo krítískur tími og menn voru að einbeita sér að því að koma rafmagninu á. En þegar verður fyrirvaralaus truflun senda menn út tilkynningu alla jafna. Þó ljóst sé að komið sé rafmagnsleysi. Og láta vita að verið sé að leita að bilum. Og svo að venju er send út tilkynning og þar sem beðist er velvirðingar. Mistök að það var ekki gert,“ segir Rósant. Í fátinu við að bjarga biluninni á hinum krítíska tíma fórst fyrir að senda út tilkynningu og afsökunarbeiðni. Hún berst með seinni skipunum, hér og nú.RARIK Hann útskýrir að múffa í jarðstreng sem fæðir hverfið hafi brunnið. Það þurfti að staðsetja hana og svo var hverfið fætt frá öðrum stað, á endanum. „Við náttúrlega biðjumst velvirðingar á því að ekki var út send tilkynning, sem eðlilegt er í slíku tilfelli.“ Rósant segir athyglisvert að yfirleitt sé ekki svona mikið álag á aðfangadegi. Fólk hópist yfirleitt meira saman og þá myndast ekki eins mikið álag á kerfið. Nú hins vegar var fólk dreifðara vegna kórónuveirunnar og þar með fleiri tæki í gangi. „Sem gæti verið ástæðan fyrir því að múffan brann. Við verðum að koma í veg fyrir að slíkt komi fyrir aftur og biðjumst innilega afsökunar á þessu. Kannski seint að senda þá afsökunarbeiðni út viku seinna en virkilega leiðinleg mistök sem áttu sér stað þarna,“ segir Rósant. Hann segir eðlilegt að fólk sé pirrað, þetta sé krítískur tími sú var einmitt ástæðan fyrir því að menn gleymdu sér í fátinu. Og tilkynningskyldan fór forgörðum.
Jól Árborg Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira