PSG staðfestir brottrekstur Tuchel Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 10:46 PSG staðfesti loks brottrekstur Thomas Tuchel í dag. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Franska knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain hefur loks staðfest brottrekstur sinn Thomas Tuchel, þýska þjálfara liðsins, sem var rekinn á dögunum eftir tvö og hálft ár við stjórnvölin. Tuchel var rekinn sem þjálfari Paris Saint-Germain eftir sigur liðsins á Strasbourg á miðvikudaginn var. Brottrekstur hans var hins vegar ekki staðfestur fyrr en í dag. Staðfesti PSG þetta á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. Communiqué du club— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 29, 2020 „Ég vill þakka Thomas Tuchel og starfsliði hans fyrir allt sem það gerði hjá félaginu. Thomas lagði mikla orku og ástríðu í vinnu sína hjá félaginu og auðvitað verður hans minnst fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Tuchel stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem tapaðist 1-0 gegn þýska stórveldinu Bayern München. PSG fór illa af stað í frönsku deildinni eftir stutt sumarfrí og er sem stendur stigi á eftir bæði Lyon og Lille. Svo virðist sem það hafi kostað hann starfið. Alls vann hinn 47 ára gamli Tuchel sex titla á tíma sínum hjá PSG en hann tók við sumarið 2018. Þar áður stýrði hann Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi. PSG announce the sacking of manager Thomas Tuchel, with Mauricio Pochettino reportedly lined up to replace him pic.twitter.com/tlCrLB0dPC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Mauricio Pochettino ku vera næsti þjálfari PSG en Argentínumaðurinn lék með félaginu á sínum tíma og er í miklum metum hjá forráðamönnum Parísarliðsins. Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00 Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Tuchel var rekinn sem þjálfari Paris Saint-Germain eftir sigur liðsins á Strasbourg á miðvikudaginn var. Brottrekstur hans var hins vegar ekki staðfestur fyrr en í dag. Staðfesti PSG þetta á vefsíðu sinni og samfélagsmiðlum. Communiqué du club— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) December 29, 2020 „Ég vill þakka Thomas Tuchel og starfsliði hans fyrir allt sem það gerði hjá félaginu. Thomas lagði mikla orku og ástríðu í vinnu sína hjá félaginu og auðvitað verður hans minnst fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu forseta félagsins, Nasser Al-Khelaifi. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan Tuchel stýrði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem tapaðist 1-0 gegn þýska stórveldinu Bayern München. PSG fór illa af stað í frönsku deildinni eftir stutt sumarfrí og er sem stendur stigi á eftir bæði Lyon og Lille. Svo virðist sem það hafi kostað hann starfið. Alls vann hinn 47 ára gamli Tuchel sex titla á tíma sínum hjá PSG en hann tók við sumarið 2018. Þar áður stýrði hann Borussia Dortmund og Mainz í Þýskalandi. PSG announce the sacking of manager Thomas Tuchel, with Mauricio Pochettino reportedly lined up to replace him pic.twitter.com/tlCrLB0dPC— B/R Football (@brfootball) December 29, 2020 Mauricio Pochettino ku vera næsti þjálfari PSG en Argentínumaðurinn lék með félaginu á sínum tíma og er í miklum metum hjá forráðamönnum Parísarliðsins.
Fótbolti Franski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00 Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Tuchel rekinn frá PSG - Pochettino að taka við? Thomas Tuchel hefur verið rekinn úr stjórastól franska stórveldisins PSG eftir dapurt gengi í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Liðið er þó í þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Lyon, en það þykir allt annað en ásættanlegt í höfuðborginni. 24. desember 2020 12:00
Neymar leiðréttir misskilning: Bara 150 manna áramótaveisla Neymar vill taka á móti nýju ári í hópi góðra vina og hann á nóg af þeim eins og dæmin hafa sýnt. 29. desember 2020 10:30