Ágústa Eva tekur upp hanskann fyrir Bjarna: „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:45 Ágústa Eva Erlendsdóttir sér ekki vandamálið við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi verið grímulaus í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir furðar sig á viðbrögðum Íslendinga sem hún telur hafa farið mikinn í umræðunni um samkomuna í Ásmundarsal sem lögregla hafði afskipti af á Þorláksmessu þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur. „Sífellt kemur smáborgarinn Íslenski sparkandi á óvart. Kvartandi undan hári í súpu og vill leggja allt niður og loka, á samfélgsmiðlahrífufundi. Einn byrjar að sparka og svo koma þeir allir sparkandi, hver öðrum reiðari, yfir helvítis hárinu sem HEFÐI getað kyrkt einhvern,“ skrifar Ágústa Eva í fræslu á Facebook í gær. Henni þyki undarlegt, af öllu því sem á hafi gengið á þessu ári, að málið í Ásmundarsal virðist vera „það mál sem er hvað alvarlegast af öllu.“ „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna í þessum gáfumannasamfélagssaumaklúbbi. Framtiðin er björt SUF og þið hin, þið vitið hver þið eruð,“ skrifar Ágústa, sem líkur færslu sinni með því að segja „Áfram Ísland. #bjarniben“. Fjöldi manns hefur lagt orð í belg við færslu Ágústu Evu. Þeirra á meðal ein kona sem segist sár yfir hegðun ráðherra því á sama tíma og hann mæti í gleðskap á við þennan geti hún ekki hitt 99 ára afa sinn sem liggi fyrir dauðanum. „Búhú. Það eru fleiri tragediur, alvarlegri og sorglegri en sandkornin undir húsinu þinu en að fá ekki að knúsa afa sinn. Sorry en ég hef enga samúð með þessu dæmi þó mér þyki vænt um þig,“ segir Ágústa Eva. „Lífið er talsvert ljótara og mistökin mun alvarlegri en þessi meintu mistök Bjarna að vera of lengi á sölusýningu. Get a grip people. Ef þu vilt kenna einhverjum um að geta ekki hitt afa þinn þá eru þeir fjölmargir, og íslenskir og frægir i þokkabót en Bjarni er ekki einn af þeim.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
„Sífellt kemur smáborgarinn Íslenski sparkandi á óvart. Kvartandi undan hári í súpu og vill leggja allt niður og loka, á samfélgsmiðlahrífufundi. Einn byrjar að sparka og svo koma þeir allir sparkandi, hver öðrum reiðari, yfir helvítis hárinu sem HEFÐI getað kyrkt einhvern,“ skrifar Ágústa Eva í fræslu á Facebook í gær. Henni þyki undarlegt, af öllu því sem á hafi gengið á þessu ári, að málið í Ásmundarsal virðist vera „það mál sem er hvað alvarlegast af öllu.“ „Fólk virðist vera að raðtrompa hvert annað hérna í þessum gáfumannasamfélagssaumaklúbbi. Framtiðin er björt SUF og þið hin, þið vitið hver þið eruð,“ skrifar Ágústa, sem líkur færslu sinni með því að segja „Áfram Ísland. #bjarniben“. Fjöldi manns hefur lagt orð í belg við færslu Ágústu Evu. Þeirra á meðal ein kona sem segist sár yfir hegðun ráðherra því á sama tíma og hann mæti í gleðskap á við þennan geti hún ekki hitt 99 ára afa sinn sem liggi fyrir dauðanum. „Búhú. Það eru fleiri tragediur, alvarlegri og sorglegri en sandkornin undir húsinu þinu en að fá ekki að knúsa afa sinn. Sorry en ég hef enga samúð með þessu dæmi þó mér þyki vænt um þig,“ segir Ágústa Eva. „Lífið er talsvert ljótara og mistökin mun alvarlegri en þessi meintu mistök Bjarna að vera of lengi á sölusýningu. Get a grip people. Ef þu vilt kenna einhverjum um að geta ekki hitt afa þinn þá eru þeir fjölmargir, og íslenskir og frægir i þokkabót en Bjarni er ekki einn af þeim.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Eigendurnir segja fjöldatakmarkanir í Ásmundarsal ekki hafa verið brotnar Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir. 28. desember 2020 11:43