40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. desember 2020 20:45 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Vísir/Egill Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira