„Þetta var frábær leikur í dag. Það þarf að verjast mikið gegn liði eins og Liverpool sem er með magnaðan árangur á heimavelli. Við reyndum að pirra þá eins og við gátum frá upphafi til enda og tökum eitt dýrmætt stig með okkur heim,“ sagði Allardyce við BBC að leik loknum.
Þá hrósaði Stóri Sam leikmönnum sínum fyrir að gefast ekki upp og nýta færið þegar það kom undir lok leiks.
Frá því Jürgen Klopp tók við Liverpool árið 2015 hefur hann ekki enn haft betur gegn Allardyce á Anfield. Alls hefur Allardyce náð í þrjú jafntefli og einn sigur á heimavelli Englandsmeistaranna síðan sá þýski mætti í ensku úrvalsdeildina.
4 - West Brom manager Sam Allardyce is unbeaten in each of his last four Premier League games at Anfield (W1 D3), each coming while in charge at a different club (Sunderland, Crystal Palace, Everton and West Brom). Miraculous. pic.twitter.com/R7j37pjNf8
— OptaJoe (@OptaJoe) December 27, 2020
Sigurleikurin var síðasti tapleikur Liverpool á heimavelli. Hann kom þann 23. apríl árið 2017 en þá hafði Crystal Palace undir stjórn Stóra Sam betur á Anfield 1-2. Síðan þá hefur Liverpool leikið 67 leiki án ósigurs á heimavelli sínum.