Valencia byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og var komið 14 stigum yfir strax eftir fyrsta leikhluta. Munurinn í hálfleik var svo orðinn 25 stig og komust gestirnir aldrei almennilega inn í leikinn í síðari hálfleik. Fór það svo að leiknum lauk með 26 stiga sigri Valencia, 101-75.
Martin Hermannsson átti frábæran leik í liði Valencia en hann gerði 17 stig og var stigahæstur í liði Valencia ásamt Mike Tobey. Martin var einnig stoðsendingahæstur en hann gaf fimm slíkar í leik kvöldsins.
Valencia er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig að loknum 15 leikjum.