Fundu örplast í fylgju ófæddra barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 13:12 Ekki liggur fyrir hvaða afleiðingar örplastið getur haft í för með sér. Getty Í fyrsta sinn hefur örplast hefur fundist í fylgju ófæddra barna sem vísindamenn segja vera „gríðarlegt áhyggjuefni.“ Ekki liggur þó fyrir á þessu stigi hverjar heilsufarslegar afleiðingar af völdum örplasts í fylgju kunna að vera að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Vísindamenn segja þó að líkaminn geti borið efni sem geti valdið langtíma skaða eða haft neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins í fóstrinu. Líklegt þykir að örplastið hafi annað hvort verið í mat sem móðirin borðaði eða hún hafi andað því að sér og þannig hafi það síðan borist í fylgjuna. Örplastið fannst í fylgju fjögurra hraustra barnshafandi kvenna sem áttu hefðbundna meðgöngu og fæðingu án inngripa. Örplastið fannst bæði í fóstur- og móðurhlið fylgjunnar og í himnunni sem fóstrið þroskast í. Um tugur örplastagna fundust í rannsókninni en aðeins um 4% fylgjunnar var rannsökuð sem engu að síður bendir til þess að heildarfjöldi örplastagna sé mun meiri. Örplast fannst í fylgju fjögurra kvenna sem voru hraustar á meðgöngunni.Getty Allar agnirnar sem rannsakaðar voru voru úr plasti sem hafði verið litað blátt, rautt, appelsínugult eða bleikt, sem hugsanlega geti komið úr umbúðum, málningu eða snyrti- eða hreinlætisvörum. Örplastagnirnar voru flestar um tíu míkrón að stærð, eða um 0.01 millimetrar, sem er nógu smátt til þess að agnirnar geti ferðast um blóðrásina. Að því er fram kemur í frétt Guardian er ekki útilokað að örplastagnirnar hafi komist inn í líkama barnanna en rannsakendum tókst ekki að leggja fullnægjandi mat á hvort svo væri. „Þetta er eins og að eignast óhefðbundið barn: Ekki lengur aðeins samsett úr mannafrumum heldur einnig úr blöndu af lífrænum og ólífrænum efnum,“ segir Antonio Ragusa sem leiddi rannsóknina sem birtist í vísindatímaritinu Environment International. „Mæðurnar voru í áfalli.“ Börn og uppeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Vísindamenn segja þó að líkaminn geti borið efni sem geti valdið langtíma skaða eða haft neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins í fóstrinu. Líklegt þykir að örplastið hafi annað hvort verið í mat sem móðirin borðaði eða hún hafi andað því að sér og þannig hafi það síðan borist í fylgjuna. Örplastið fannst í fylgju fjögurra hraustra barnshafandi kvenna sem áttu hefðbundna meðgöngu og fæðingu án inngripa. Örplastið fannst bæði í fóstur- og móðurhlið fylgjunnar og í himnunni sem fóstrið þroskast í. Um tugur örplastagna fundust í rannsókninni en aðeins um 4% fylgjunnar var rannsökuð sem engu að síður bendir til þess að heildarfjöldi örplastagna sé mun meiri. Örplast fannst í fylgju fjögurra kvenna sem voru hraustar á meðgöngunni.Getty Allar agnirnar sem rannsakaðar voru voru úr plasti sem hafði verið litað blátt, rautt, appelsínugult eða bleikt, sem hugsanlega geti komið úr umbúðum, málningu eða snyrti- eða hreinlætisvörum. Örplastagnirnar voru flestar um tíu míkrón að stærð, eða um 0.01 millimetrar, sem er nógu smátt til þess að agnirnar geti ferðast um blóðrásina. Að því er fram kemur í frétt Guardian er ekki útilokað að örplastagnirnar hafi komist inn í líkama barnanna en rannsakendum tókst ekki að leggja fullnægjandi mat á hvort svo væri. „Þetta er eins og að eignast óhefðbundið barn: Ekki lengur aðeins samsett úr mannafrumum heldur einnig úr blöndu af lífrænum og ólífrænum efnum,“ segir Antonio Ragusa sem leiddi rannsóknina sem birtist í vísindatímaritinu Environment International. „Mæðurnar voru í áfalli.“
Börn og uppeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira