Fundu örplast í fylgju ófæddra barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 13:12 Ekki liggur fyrir hvaða afleiðingar örplastið getur haft í för með sér. Getty Í fyrsta sinn hefur örplast hefur fundist í fylgju ófæddra barna sem vísindamenn segja vera „gríðarlegt áhyggjuefni.“ Ekki liggur þó fyrir á þessu stigi hverjar heilsufarslegar afleiðingar af völdum örplasts í fylgju kunna að vera að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um málið. Vísindamenn segja þó að líkaminn geti borið efni sem geti valdið langtíma skaða eða haft neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins í fóstrinu. Líklegt þykir að örplastið hafi annað hvort verið í mat sem móðirin borðaði eða hún hafi andað því að sér og þannig hafi það síðan borist í fylgjuna. Örplastið fannst í fylgju fjögurra hraustra barnshafandi kvenna sem áttu hefðbundna meðgöngu og fæðingu án inngripa. Örplastið fannst bæði í fóstur- og móðurhlið fylgjunnar og í himnunni sem fóstrið þroskast í. Um tugur örplastagna fundust í rannsókninni en aðeins um 4% fylgjunnar var rannsökuð sem engu að síður bendir til þess að heildarfjöldi örplastagna sé mun meiri. Örplast fannst í fylgju fjögurra kvenna sem voru hraustar á meðgöngunni.Getty Allar agnirnar sem rannsakaðar voru voru úr plasti sem hafði verið litað blátt, rautt, appelsínugult eða bleikt, sem hugsanlega geti komið úr umbúðum, málningu eða snyrti- eða hreinlætisvörum. Örplastagnirnar voru flestar um tíu míkrón að stærð, eða um 0.01 millimetrar, sem er nógu smátt til þess að agnirnar geti ferðast um blóðrásina. Að því er fram kemur í frétt Guardian er ekki útilokað að örplastagnirnar hafi komist inn í líkama barnanna en rannsakendum tókst ekki að leggja fullnægjandi mat á hvort svo væri. „Þetta er eins og að eignast óhefðbundið barn: Ekki lengur aðeins samsett úr mannafrumum heldur einnig úr blöndu af lífrænum og ólífrænum efnum,“ segir Antonio Ragusa sem leiddi rannsóknina sem birtist í vísindatímaritinu Environment International. „Mæðurnar voru í áfalli.“ Börn og uppeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira
Vísindamenn segja þó að líkaminn geti borið efni sem geti valdið langtíma skaða eða haft neikvæð áhrif á mótun ónæmiskerfisins í fóstrinu. Líklegt þykir að örplastið hafi annað hvort verið í mat sem móðirin borðaði eða hún hafi andað því að sér og þannig hafi það síðan borist í fylgjuna. Örplastið fannst í fylgju fjögurra hraustra barnshafandi kvenna sem áttu hefðbundna meðgöngu og fæðingu án inngripa. Örplastið fannst bæði í fóstur- og móðurhlið fylgjunnar og í himnunni sem fóstrið þroskast í. Um tugur örplastagna fundust í rannsókninni en aðeins um 4% fylgjunnar var rannsökuð sem engu að síður bendir til þess að heildarfjöldi örplastagna sé mun meiri. Örplast fannst í fylgju fjögurra kvenna sem voru hraustar á meðgöngunni.Getty Allar agnirnar sem rannsakaðar voru voru úr plasti sem hafði verið litað blátt, rautt, appelsínugult eða bleikt, sem hugsanlega geti komið úr umbúðum, málningu eða snyrti- eða hreinlætisvörum. Örplastagnirnar voru flestar um tíu míkrón að stærð, eða um 0.01 millimetrar, sem er nógu smátt til þess að agnirnar geti ferðast um blóðrásina. Að því er fram kemur í frétt Guardian er ekki útilokað að örplastagnirnar hafi komist inn í líkama barnanna en rannsakendum tókst ekki að leggja fullnægjandi mat á hvort svo væri. „Þetta er eins og að eignast óhefðbundið barn: Ekki lengur aðeins samsett úr mannafrumum heldur einnig úr blöndu af lífrænum og ólífrænum efnum,“ segir Antonio Ragusa sem leiddi rannsóknina sem birtist í vísindatímaritinu Environment International. „Mæðurnar voru í áfalli.“
Börn og uppeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Sjá meira