Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 16:30 Rudy Giuliani og Sidney Powell voru í framlínunni í lögmannateymi Trump sem leitaðist við að fá úrslitum kosninganna hnekkt. AP/Jacquelyn Martin Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira