Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:22 Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var í samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi. Vísir/Friðrik Þór Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, og brot á reglum um fjöldasamkomu klukkan 22:25 í gærkvöldi. „Lögregla var kölluð til vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ segir í dagbók lögreglu. Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir gerir ráð fyrir mega fleiri en tíu ekki koma saman án sérstakrar undanþágu. Þar segir jafnframt að töluverð ölvun hafi verið í samkvæminu og flestir gestir hafi haft áfengi um hönd. Þá hafi enginn gesta verið með andlitsgrímu og að fjarlægðartakmörk hafi „nánast hvergi“ verið virt. Eins hafi lögreglumenn aðeins komið auga á þrjá sprittbrúsa í salnum. „Lögreglumenn ræddu við ábyrgðarmenn skemmtunarinnar og þeim kynnt að skýrsla yrði rituð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp andlitsgrímu,“ segir jafnframt í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að margir gesta hafi kvaðst með faðmlögum og jafnvel kossum. „Einn gestanna var ósáttur með afskipti lögreglu og líkti okkur við nasista,“ segir að lokum um atvikið í dagbók lögreglu. Flestir ráðherrar þegar tjáð sig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki hafa verið í samkvæminu. Hún hafi rölt um miðbæinn í gærkvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gærkvöldi. Þá segist Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafa verið hjá foreldrum sínum á Akranesi í gærkvöldi. Guðlaugur Þór Þórðarson kveðst þá vera í Skaftártungum. Hann hafi verið þar síðan í fyrrakvöld. Þá segist Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, ekki hafa vitneskju um málið. Samkvæmt frétt RÚV af málinu var Kristján Þór Júlíusson á Akureyri í gærkvöldi og Sigurður Ingi Jóhannsson í sveitinni, samkvæmt aðstoðarmönnum þeirra. Ásmundur Einar Daðason segist þá hafa verið að spila með dætrum sínum og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kveðst vera uppi í sveit líkt og Sigurður Ingi. Eins sagðist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ekki hafa verið í samkvæminu. RÚV hefur þá einnig fengið þær upplýsingar að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið viðstödd gleðskapinn. Þeir ráðherrar sem ekki hefur náðst í eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir. Fréttin verður uppfærð eftir því sem nýjar upplýsingar um málið berast. Fréttin var uppfærð klukkan 09:38. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira