Tvær flugvélar ferja Íslendinga frá Alicante og enn laus sæti Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2020 11:13 Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld . Vísir/vilhelm Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. Í gær stóð til að ferja fólkið til landsins með stórri vél en nú hefur verið ákveðið að nýta tvær minni vélar og auka þannig sætaframboð. Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld en upplýsingar um flugáætlun dagsins má nálgast á vef Isavia. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum að um sé að ræða tvær Boeing 757 vélar. Vélarnar taka 183 farþega hvor um sig og enn voru laus 55 sæti í annað flugið nú í morgun. Fimmtán daga útgöngubann tók gildi á Spáni í morgun þar sem fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Greint var frá því í gær að mjög fljótt hefði orðið fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante í dag og því hefði verið ákveðið að auka sætaframboð, fyrst með því að fljúga með stærri flugvél. Þá kom jafnframt fram í gær að ágætlega hefði gengið að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Voru þá um 5.400 manns á skrá hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem enn voru staddir erlendis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44 Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Tvær flugvélar Icelandair munu fljúga frá Alicante til Íslands í kvöld. Enn eru sæti laus í annað flugið, að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair. Í gær stóð til að ferja fólkið til landsins með stórri vél en nú hefur verið ákveðið að nýta tvær minni vélar og auka þannig sætaframboð. Vélarnar tvær lenda á milli klukkan 22 og 22:30 í kvöld en upplýsingar um flugáætlun dagsins má nálgast á vef Isavia. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum að um sé að ræða tvær Boeing 757 vélar. Vélarnar taka 183 farþega hvor um sig og enn voru laus 55 sæti í annað flugið nú í morgun. Fimmtán daga útgöngubann tók gildi á Spáni í morgun þar sem fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Greint var frá því í gær að mjög fljótt hefði orðið fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante í dag og því hefði verið ákveðið að auka sætaframboð, fyrst með því að fljúga með stærri flugvél. Þá kom jafnframt fram í gær að ágætlega hefði gengið að koma Íslendingum sem staddir eru erlendis til landsins. Voru þá um 5.400 manns á skrá hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins sem enn voru staddir erlendis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29 Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44 Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
„Klárum þetta í júlí“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir. 16. mars 2020 07:29
Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um kórónuveirusmit Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna gruns um kórónuveirusmit um borð í flugvél Icelandair. Vélin var að koma frá Kaupmannahöfn og lenti klukkan hálf ellefu. 15. mars 2020 23:44
Fullbókað í aukaflug Icelandair frá Alicante Flugfélagið hóf sölu á miðum fyrr í dag og voru miðarnir fljótir að seljast upp. 15. mars 2020 21:16