Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 16:04 Embættismenn segjast hafa þurft að eiga við mun fleiri kvartanir en venjulega og það sé að mestu leyti vegna áróðurs Trump-liða. Vísir/Getty Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra. Í Pittsburgh í Pennsylvaníu hefur lögreglan fengið tíu tilkynningar um kosningasvindl. Búið er að ljúka átta málum þar af án ákæru og án þess að þessar tilkynningar hafi verið á rökum reistar. Enginn hefur verið ákærður í Pittsburgh né í Fíladelfíu, tveimur stærstu borgum ríkisins. Alls hafa þrír verið ákærðir fyrir kosningasvik í Pennsylvaníu og allir eru þeir Repúblikanar. Í einu tilfelli reyndi 71 árs gamall maður að greiða atkvæði tvisvar sinnum. Hann kaus á kjördag og mætti svo aftur, með sólgleraugu, og reyndi að kjósa í nafni sonar síns. Í Wisconsin hefur ein kona verið ákærð fyrir kosningasvindl. Hún reyndi að senda inn kjörseðil í nafni eiginmanns síns, sem dó í júlí. Svipaða sögu er að segja frá Michigan, þar sem tveir menn hafa verið ákærðir og báðir fyrir að falsa undirskriftir dætra sinna til að fá eða reyna að senda inn kjörseðla í þeirra nafni. Ræddu við embættismenn í sveifluríkjum Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt Washington Post þar sem blaðamenn hafa rætt við embættismenn í sveifluríkjunum svokölluðu. Embættismenn segja nokkur þeirra fáu tilvika sem hafa komið upp snúast um að stuðningsmenn Trumps hafi ætlað sér að hjálpa honum. Þar á meðal var einn maður í Pennsylvaníu sem reyndi að senda inn kjörseðil í nafni látinnar móður sinnar. Coleman McDonough, yfirmaður lögreglunnar í Pittsburgh, segir að af þeim tíu tilkynningum sem þeim hafi borist, sé búið að loka átta, eins og hefur komið fram áður. Ein er enn til rannsóknar og ein hefur verið send til annars embættis. Allar þessar átta áðurnefndu tilkynningar snerust um það sem McDonough segir vera „alvarlega ásakanir“ um grunsemdir gagnvart starfsmönnum kjörstjórna sem unnu að talningu atkvæða. Þær snerust þó um misskilning þeirra sem tilkynntu á talningarferlinu, kosningalögum eða byggðu á Facebookfærslum sem reyndust rangar. Margar tilkynningar byggja á misskilningi og vanþekkingu Svipaðar sögur er að segja frá öðrum ríkjum, miðað við samantekt WP. Það hafa tiltölulega fáar tilkynningar borist lögreglu um kosningasvindl og flestar þeirra byggja á misskilningi eða fölskum upplýsingum. Embættismenn segjast hafa þurft að eiga við mun fleiri kvartanir en venjulega og það sé að mestu leyti vegna áróðurs Trump-liða. Fólk hafi verið hvatt til að tilkynna svindl og það hafi kvartað yfir hefðbundnum ferlum sem það einfaldlega skyldi ekki. Í Arizona hringdu um tvö þúsund manns inn kvartanir um kosningasvindl í kjölfar kosninganna. Lang flestar þeirra kvartana hafa ekki reynst á rökum reistar. Meirihluti þeirra sneri að sögusögnum um að atkvæðaseðlar sem skrifað væri á með túss væru ógildir. Það er ekki rétt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13 Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Í Pittsburgh í Pennsylvaníu hefur lögreglan fengið tíu tilkynningar um kosningasvindl. Búið er að ljúka átta málum þar af án ákæru og án þess að þessar tilkynningar hafi verið á rökum reistar. Enginn hefur verið ákærður í Pittsburgh né í Fíladelfíu, tveimur stærstu borgum ríkisins. Alls hafa þrír verið ákærðir fyrir kosningasvik í Pennsylvaníu og allir eru þeir Repúblikanar. Í einu tilfelli reyndi 71 árs gamall maður að greiða atkvæði tvisvar sinnum. Hann kaus á kjördag og mætti svo aftur, með sólgleraugu, og reyndi að kjósa í nafni sonar síns. Í Wisconsin hefur ein kona verið ákærð fyrir kosningasvindl. Hún reyndi að senda inn kjörseðil í nafni eiginmanns síns, sem dó í júlí. Svipaða sögu er að segja frá Michigan, þar sem tveir menn hafa verið ákærðir og báðir fyrir að falsa undirskriftir dætra sinna til að fá eða reyna að senda inn kjörseðla í þeirra nafni. Ræddu við embættismenn í sveifluríkjum Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt Washington Post þar sem blaðamenn hafa rætt við embættismenn í sveifluríkjunum svokölluðu. Embættismenn segja nokkur þeirra fáu tilvika sem hafa komið upp snúast um að stuðningsmenn Trumps hafi ætlað sér að hjálpa honum. Þar á meðal var einn maður í Pennsylvaníu sem reyndi að senda inn kjörseðil í nafni látinnar móður sinnar. Coleman McDonough, yfirmaður lögreglunnar í Pittsburgh, segir að af þeim tíu tilkynningum sem þeim hafi borist, sé búið að loka átta, eins og hefur komið fram áður. Ein er enn til rannsóknar og ein hefur verið send til annars embættis. Allar þessar átta áðurnefndu tilkynningar snerust um það sem McDonough segir vera „alvarlega ásakanir“ um grunsemdir gagnvart starfsmönnum kjörstjórna sem unnu að talningu atkvæða. Þær snerust þó um misskilning þeirra sem tilkynntu á talningarferlinu, kosningalögum eða byggðu á Facebookfærslum sem reyndust rangar. Margar tilkynningar byggja á misskilningi og vanþekkingu Svipaðar sögur er að segja frá öðrum ríkjum, miðað við samantekt WP. Það hafa tiltölulega fáar tilkynningar borist lögreglu um kosningasvindl og flestar þeirra byggja á misskilningi eða fölskum upplýsingum. Embættismenn segjast hafa þurft að eiga við mun fleiri kvartanir en venjulega og það sé að mestu leyti vegna áróðurs Trump-liða. Fólk hafi verið hvatt til að tilkynna svindl og það hafi kvartað yfir hefðbundnum ferlum sem það einfaldlega skyldi ekki. Í Arizona hringdu um tvö þúsund manns inn kvartanir um kosningasvindl í kjölfar kosninganna. Lang flestar þeirra kvartana hafa ekki reynst á rökum reistar. Meirihluti þeirra sneri að sögusögnum um að atkvæðaseðlar sem skrifað væri á með túss væru ógildir. Það er ekki rétt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46 Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13 Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00 McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007. 23. desember 2020 11:46
Trump hafnar Covid-björgunarpakkanum og segir hann vera til skammar Donald Trump fráfarandi forseti í Bandaríkjunum reynir enn að láta að sér kveða en í nótt neitaði hann að skrifa undir björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins sem þingmenn náðu loks saman um í vikunni. 23. desember 2020 08:13
Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. 20. desember 2020 23:00
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36