Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Stefán Árni Pálsson skrifar 23. desember 2020 12:31 Anna Björk er með jafninginn á hreinu. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í lokaþættinum fer Anna Björk yfir það hvernig maður reiðir fram fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi. Klippa: Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Kartöflur í hvítum jafningi Fyrir 4-5 1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar 70 gr. smjör 70 gr. hveiti 7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk) 1 - 1 ½ dl vatn ½ tsk. salt 3 tsk. sykur ¼ tsk. hvítur pipar Rifin múskathneta Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk. Uppskriftir Jól Matur Lífið er ljúffengt Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í lokaþættinum fer Anna Björk yfir það hvernig maður reiðir fram fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi. Klippa: Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Kartöflur í hvítum jafningi Fyrir 4-5 1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar 70 gr. smjör 70 gr. hveiti 7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk) 1 - 1 ½ dl vatn ½ tsk. salt 3 tsk. sykur ¼ tsk. hvítur pipar Rifin múskathneta Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk.
Uppskriftir Jól Matur Lífið er ljúffengt Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira