Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2020 22:21 Fyrstu bílarnir aka í gegn eftir að Austureyjargöngin voru opnuð. Kringvarpið Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt: Færeyjar Samgöngur Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir Kringvarps Færeyja frá opnun þessara 11,2 kílómetra jarðganga sem marka þáttaskil í samgöngusögu Færeyja. Þetta eru næstlengstu neðansjávarbílagöng heims, á eftir nýlegum göngum í Noregi, og þau fyrstu í heiminum með hringtorgi undir sjó. Listaverkið er blanda af ljósskúlptur og útskornum mannverum sem umlykja hringtorgið. Höfundur er Tróndur Patursson.Kringvarpið Ljósskúlptur í bland við útskorið fólk í málm gyrðir hringtorgið. Verkið var jafnframt afhjúpað við athöfnina en það er eftir færeyska listamanninn Trónd Patursson. Það kom í hlut Jørgens Niclasen, samgönguráðherra Færeyja, að flytja aðalræðuna og síðan skera á borðana, sem að þessu sinni voru þrír enda eru þetta þriggja arma göng. Í beinni útsendingu Kringvarps Færeyja frá hátíðahöldunum mátti sjá færeyska ráðherrann munda dálkinn á alla borðana þrjá. Samgönguráðherrann Jørgen Niclasen opnaði göngin með því að skera á borðana.Kringvarpið Eysturoyartunnilin, eins og göngin nefnast á færeysku, stytta vegalengdir verulega milli helstu byggða Færeyja. Þannig styttist leiðin milli Þórshafnar og Rúnavíkur úr 55 kílómetrum niður í 17 kílómetra og aksturstíminn milli Þórshafnar og Klakksvíkur styttist um helming, úr nærri 70 mínútum niður í 36 mínútur. 80 kílómetra hraði er leyfður í göngunum. Mesti halli er fimm prósent og lægsti punktur er 187 metra undir sjávarmáli. Hringtorgið er á 73 metra dýpi undir mynni Skálafjarðar. Að vestanverðu opnast göngin við Hvítanes, skammt utan við Þórshöfn. Tveir gangamunnar eru að austanverðu í mynni Skálafjarðar, annar við bæinn Strendur en hinn við bæinn Rúnavík.EYSTUR- OG SANDOYARTUNLAR Kostnaðurinn, um 55 milljarðar íslenskra króna, er greiddur með vegtolli en áætlað er að um sex þúsund bílar muni aka daglega um göngin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrsta sprenging var í febrúar 2017, sem sagt var frá í þessari frétt á Stöð 2: Færeyingar eru örugglega áköfustu jarðgangamenn veraldar, miðað við höfðatölu, komnir með 20 jarðgöng og hvergi nærri hættir. Fyrir sjö árum sýndi Jørgen Niclasen tveimur íslenskum ráðherrum Gásadalsgöngin sem Færeyingar grófu fyrir 15 manna byggð og rökstuddi þau stoltur, sem sjá má í þessari frétt:
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira