Sérfræðingar meta stöðuna í birtingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 09:06 Skriðan á föstudag skildi eftir sig mikla eyðileggingu á Seyðisfirði. Vísir/Egill Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum og 276 íbúar bíða þess að snúa heim. Allt virðist hafa verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, að sögn ofanflóðasérfræðings, og úrkoma hefur verið lítil síðasta sólarhring. Staðan verður metin þegar líða tekur á daginn. Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að staðan á Seyðisfirði sé, að því er hann best veit, óbreytt síðan í gær. Ofanflóðasérfræðingar haldi áfram vettvangsvinnu í birtingu. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að fundað verði um stöðuna í dag. 581 íbúum Seyðisfjarðar var gert að yfirgefa heimili sín á föstudag eftir að stór skriða féll á bæinn síðdegis. 305 íbúar fengu að snúa aftur heim í gær. Jóhann segir að enn sé of snemmt að segja til um það hvort allir, eða hluti, þeirra 276 sem eftir eru fái að fara heim í dag. Ekki náðist í Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón á Austurlandi við vinnslu fréttarinnar en hann segir í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að þetta skýrist í dag. Þá sé hugsanlegt að fólk fái að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að enn væri hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og þau verði því áfram rýmd. Fljótlega verði opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Þá áréttar aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í tilkynningu í morgun að allir gæti að sóttvörnum í kringum þá umferð og vinnu sem stendur yfir á Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Mikilvægt sé að allir noti grímu, gæti að fjarlægðarmörkum og handþvotti. Einnig er áréttuð sú krafa sóttvarnayfirvalda að enginn komi til aðstoðar á Seyðisfjörð án þess að hafa verið skimaður fyrir kórónuveirunni. Veður hefur verið milt á Seyðisfirði í nótt og í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Lítil sem engin úrkoma hefur mælst; engin í nótt en örlítil í morgun. Þá er spáð þurru veðri á Austfjörðum í dag en slyddu eða rigningu seint í nótt. Úrkomulítið síðdegis á morgun og vægt frost. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52 Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að staðan á Seyðisfirði sé, að því er hann best veit, óbreytt síðan í gær. Ofanflóðasérfræðingar haldi áfram vettvangsvinnu í birtingu. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna segir í samtali við Vísi að fundað verði um stöðuna í dag. 581 íbúum Seyðisfjarðar var gert að yfirgefa heimili sín á föstudag eftir að stór skriða féll á bæinn síðdegis. 305 íbúar fengu að snúa aftur heim í gær. Jóhann segir að enn sé of snemmt að segja til um það hvort allir, eða hluti, þeirra 276 sem eftir eru fái að fara heim í dag. Ekki náðist í Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón á Austurlandi við vinnslu fréttarinnar en hann segir í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að þetta skýrist í dag. Þá sé hugsanlegt að fólk fái að fara inn á svæðið í fylgd björgunarsveita í dag. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gærkvöldi að enn væri hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og þau verði því áfram rýmd. Fljótlega verði opnuð þjónustumiðstöð almannavarna fyrir íbúa á Seyðisfirði. Þá áréttar aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi í tilkynningu í morgun að allir gæti að sóttvörnum í kringum þá umferð og vinnu sem stendur yfir á Seyðisfirði og á Egilsstöðum. Mikilvægt sé að allir noti grímu, gæti að fjarlægðarmörkum og handþvotti. Einnig er áréttuð sú krafa sóttvarnayfirvalda að enginn komi til aðstoðar á Seyðisfjörð án þess að hafa verið skimaður fyrir kórónuveirunni. Veður hefur verið milt á Seyðisfirði í nótt og í morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. Lítil sem engin úrkoma hefur mælst; engin í nótt en örlítil í morgun. Þá er spáð þurru veðri á Austfjörðum í dag en slyddu eða rigningu seint í nótt. Úrkomulítið síðdegis á morgun og vægt frost.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52 Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25 Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Þjónustumiðstöð almannavarna verður opnuð á Seyðisfirði Almannavarnir munu fljótlega opna þjónustumiðstöð fyrir íbúa á Seyðisfirði. Verkefni slíkrar miðstöðvar felst meðal annars í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og þá sem hættan hefur haft önnur bein áhrif á. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 20. desember 2020 20:52
Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ 20. desember 2020 16:25
Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. 20. desember 2020 14:55