Tónleikarnir eru hluti af verkefninu Sköpum Líf í lokun og eru styrktir af Reykjavíkurborg. Viðburðirnir hafa vakið mikla athygli undanfarnar helgar og næst á svið er Kælan mikla.
Tónlist er flutt innan úr gluggum neðri hæðar Priksins en hljóð er borið út á götu.
Tónleikarnir eru sýndir í beinu streymi hér á Vísi sem og á útvarpstöðinni FM 94,1 - Útvarp 101.