Andreas Bakken hafði betur gegn Bjarka Má Sigurðssyni, 2-1, og Alexander Aron Hannesson tapaði í framlengingu gegn Lasse Nielsen, 4-3. Aron Þormar Lárusson vann hins vegar sinn leik en hann hafði betur gegn Jørgen Haugeland, 2-0.
Íslenska liðið stóð í norska liðinu og gott betur en það. Norska liðið er talið eitt það betra í þessari uppsetningu svo íslenska liðið sýndi hversu langt þeir hafa náð.
Aron Þormar var svo kjörinn íþróttakarl ársins hjá Fylki. Þetta var tilkynnt í gær en alls voru fjórir karlar tilnefndir. Aron hefur átt einkar gott ár; lenti í 2. sæti á Reykjavíkurleikunum, öðru sæti í Íslandsmótinu í vor og stóð svo uppi sem sigurvegari í úrvalsdeildinni í eFótbolta.
Íþróttakona ársins hjá Fylki var knattspyrnukonan Bryndís Arna Níelsdóttir sem átti frábært tímabil með Fylki í Pepsi Max deild kvenna og var valin einnig valinn í íslenska A-landsliðið.
Kjör á íþróttafólki Fylkis fyrir árið 2020 var tilkynnt í dag föstudaginn 18.desember. Tilnefndar voru fjórar konur og...
Posted by Íþróttafélagið Fylkir on Föstudagur, 18. desember 2020