Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Ritstjórn skrifar 18. desember 2020 15:08 Lögregla stendur vaktina á svæðinu en eins og sjá má er húsið gjörónýtt. Vísir/Egill Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Nýjustu fréttir frá Seyðisfirði má nálgast í vaktinni neðst í fréttinni. Fólk sást hlaupa út úr húsum og undan skriðunni sem féll úr Botnabrú, milli Brúarár og Stöðvarlækjar. Gríðarlegur viðbúnaður er á svæðinu og fólki er mjög brugðið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum skemmdust að minnsta kosti tíu hús þegar skriðan féll. Myndband af skriðunni falla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þetta er annað húsið sem verður aurskirðum að bráð á Seyðisfirði. Stórt hús færðist um fimmtíu metra úr stað í nótt þegar önnur af tveimur skriðum næturnnar féllu úr Nautaklauf. Það hús var mannlaust. Hér fyrir neðan sjást skriðurnar sem féllu í nótt og í dag sjást. Sú stóra síðdegis sést rauðmerkt fara yfir Hafnarveg. Grafík/HÞ Helstu fréttir frá Seyðisfirði nú síðdegis og í kvöld má nálgast í vaktinni hér fyrir neðan.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20 Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra 18. desember 2020 13:20
Ólíklegt að fólk geti farið heim til sín í nótt Íbúum sem eiga húsnæði á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði hefur líkt og í gær gefist færi á að huga að húsum sínum í fylgd lögreglu og björgunarsveita. Fréttastofa ræddi við Kristján Ólaf Guðnason yfirlögregluþjón nú rétt fyrir fjögurfréttir. 17. desember 2020 16:08