Anton Sveinn og Snæfríður Sól sundfólk ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. desember 2020 17:30 Anton Sveinn og Snæfríður Sól eru sundfólk ársins 2020. Sundsamband Íslands Sundsamband Íslands útnefndi í dag þau Anton Svein McKee og Snæfríði Sól Jórunnardóttur sem sundfólk ársins. Anton Sveinn syndir fyrir Sundfélag Hafnafjarðar og er sundmaður ársins þriðja árið í röð. Snæfríður Sól syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Sundsambandið vegur og metur eftirfarandi þætti þegar kemur að vali á sundmanni og sundkonu ársins: FINA stig úr bestu grein sundfólksins eru vegin saman í báðum brautarlengdum. Árangur á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum er metinn út frá úrslitum. Besti árangur einstaklings á IOC, FINA, LEN, GSSE, NSF. Íslandsmet og alþjóðleg met í báðum brautarlengdum metin. Staðsetning á heimslista í desember 2020 eru vegin saman í báðum brautarlengdum. Þátttaka í landsliðsverkefnum. Árangur í landsliðsverkefnum. Ástundun sundfólksins. Íþróttamannsleg framganga sundfólksins. Við mat á árangri vegur árangur í langri braut 100% og stutta brautin 75%. Sundkona ársins „Snæfríður Sól er 20 ára og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2020, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir sundfélagið Hamar en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Búenos Aíres 2018 og tók þátt í EM25 2019 og á HM50 2019,“ segir í tilkynningu Sundsambands Íslands „Snæfríður Sól synti fyrir Árhus þar til í haust en þá fylgdi hún þjálfara sínum Birni Selvejer til Álaborgar þegar hann tók við starfi Eyleifs Jóhannessonar sem nú starfar sem yfirmaður landsliðsmála hjá Sundsambandi Íslands.“ „Þrátt fyrir miklar sóttvarnarðgerðir hefur Snæfríður stundað æfingar í Danmörku og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Danska meistaramótið fór fram í 25 laug nú í vikunni og þar tvíbætti Snæfríður Sól Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tvær sekúndur.“ „Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og utan laugar. Snæfríður er ung að árum og á bjarta framtíð fyrir sér. Næstu mánuði mun hún einbeita sér að því að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2021,“ segir að lokum um sundkonu ársins. Sundmaður ársins „Anton Sveinn McKee er 27 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar er valinn sundmaður ársins þriðja árið í röð. Anton býr í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar en eins og flestir vita hefur hann tryggt sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Hann stefnir að hámarksárangri í Tókýó 2021,“ segir í tilkynningu Sundsambands Íslands. „Anton Sveinn náði ótrúlega góðum árangri á árinu 2020. Í nóvember tók Anton í fyrsta skipti þátt á ISLömótaröðinni með liði Toronto Titans. Mótaröðin fór fram í Búdapest en ISL stendur fyrir „The International Swimming League“ en hún var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Þar keppa bestu sundmenn heims. Deildin er liðakeppni og er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum og sendir hvert lið tvo sundmenn í hverja grein.“ „Anton Sveinn stóð sig gríðarlega vel á mótunum í Búdapest og tvíbætti Norðurlanda – og Íslandsmet í 200m bringusundi og bætti einnig Norðurlandmet og Íslandsmet í 100m bringusundi. Anton Sveinn er sem stendur í 6. sæti á heimslistanum í 100m bringusundi og í 3. sæti í 200m bringusundi í 25m laug sem er gríðarlega góður árangur.“ „Anton Sveinn er fyrirmynd jafnt sem sundmaður og utan laugar. Hann hefur sýnt mikla elju en leikarnir í Tókýó verða þeir þriðju sem hann tekur þátt í. Anton hefur verið óspar á að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungs og upprennandi sundfólks,“ segir að lokum um sundmann ársins. Evrópumeistaramótið í 50 metra laug fer fram í Búdapest, Ungverjalandi, í maí og Ólympíuleikarnar í Tókýó í júlí 2021. Sund Fréttir ársins 2020 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Sundsambandið vegur og metur eftirfarandi þætti þegar kemur að vali á sundmanni og sundkonu ársins: FINA stig úr bestu grein sundfólksins eru vegin saman í báðum brautarlengdum. Árangur á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum er metinn út frá úrslitum. Besti árangur einstaklings á IOC, FINA, LEN, GSSE, NSF. Íslandsmet og alþjóðleg met í báðum brautarlengdum metin. Staðsetning á heimslista í desember 2020 eru vegin saman í báðum brautarlengdum. Þátttaka í landsliðsverkefnum. Árangur í landsliðsverkefnum. Ástundun sundfólksins. Íþróttamannsleg framganga sundfólksins. Við mat á árangri vegur árangur í langri braut 100% og stutta brautin 75%. Sundkona ársins „Snæfríður Sól er 20 ára og syndir fyrir Álaborg í Danmörku. Hún náði bestum árangri íslenskra kvenna í sundi á árinu 2020, samkvæmt útgefnum viðmiðum SSÍ. Snæfríður synti á sínum yngri árum í Hveragerði fyrir sundfélagið Hamar en flutti til Árósa þegar hún var 11 ára. Hún keppti á Ólympíuleikum ungmenna sem haldnir voru í Búenos Aíres 2018 og tók þátt í EM25 2019 og á HM50 2019,“ segir í tilkynningu Sundsambands Íslands „Snæfríður Sól synti fyrir Árhus þar til í haust en þá fylgdi hún þjálfara sínum Birni Selvejer til Álaborgar þegar hann tók við starfi Eyleifs Jóhannessonar sem nú starfar sem yfirmaður landsliðsmála hjá Sundsambandi Íslands.“ „Þrátt fyrir miklar sóttvarnarðgerðir hefur Snæfríður stundað æfingar í Danmörku og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Danska meistaramótið fór fram í 25 laug nú í vikunni og þar tvíbætti Snæfríður Sól Íslandsmetið sitt í 200m skriðsundi um tvær sekúndur.“ „Snæfríður er góð fyrirmynd jafnt sem sundkona og utan laugar. Snæfríður er ung að árum og á bjarta framtíð fyrir sér. Næstu mánuði mun hún einbeita sér að því að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó 2021,“ segir að lokum um sundkonu ársins. Sundmaður ársins „Anton Sveinn McKee er 27 ára sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar er valinn sundmaður ársins þriðja árið í röð. Anton býr í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar en eins og flestir vita hefur hann tryggt sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Hann stefnir að hámarksárangri í Tókýó 2021,“ segir í tilkynningu Sundsambands Íslands. „Anton Sveinn náði ótrúlega góðum árangri á árinu 2020. Í nóvember tók Anton í fyrsta skipti þátt á ISLömótaröðinni með liði Toronto Titans. Mótaröðin fór fram í Búdapest en ISL stendur fyrir „The International Swimming League“ en hún var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Þar keppa bestu sundmenn heims. Deildin er liðakeppni og er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum og sendir hvert lið tvo sundmenn í hverja grein.“ „Anton Sveinn stóð sig gríðarlega vel á mótunum í Búdapest og tvíbætti Norðurlanda – og Íslandsmet í 200m bringusundi og bætti einnig Norðurlandmet og Íslandsmet í 100m bringusundi. Anton Sveinn er sem stendur í 6. sæti á heimslistanum í 100m bringusundi og í 3. sæti í 200m bringusundi í 25m laug sem er gríðarlega góður árangur.“ „Anton Sveinn er fyrirmynd jafnt sem sundmaður og utan laugar. Hann hefur sýnt mikla elju en leikarnir í Tókýó verða þeir þriðju sem hann tekur þátt í. Anton hefur verið óspar á að miðla reynslu sinni og þekkingu til ungs og upprennandi sundfólks,“ segir að lokum um sundmann ársins. Evrópumeistaramótið í 50 metra laug fer fram í Búdapest, Ungverjalandi, í maí og Ólympíuleikarnar í Tókýó í júlí 2021.
Sund Fréttir ársins 2020 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti