Unnusta Khashoggi vill að Biden birti skýrslu CIA um morðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 13:50 Krónprinsinn, neðst til vinstri, hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. epa Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, hefur skorað á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna að birta skýrslu leyniþjónustunnar (CIA) um morðið á blaðamanninum. Segir hún birtinguna munu skipta sköpum í því að leiða sannleikann í ljós. Umrædd skýrsla hefur aldrei verið birt en fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónustan komist að þeirri niðurstöðu að það séu miðlungs til miklar líkur á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Cengiz og aðrir aðgerðasinnar segja að birting skýrslunnar myndi sýna fram á að Joe Biden væri alvara í því að láta Sádi Arabíu axla ábyrgð á morðinu, líkt og hann hét í kosningabaráttunni. Heimildarmaður segir Biden munu standa við orð sín Guardian hefur eftir heimildarmanni sem er sagður hafa vitneskju um valdaskiptin vestanhafs og þankagang Biden að forsetinn verðandi hyggist standa við það sem hann sagði. „Við vitum að það er enn vinna fyrir höndum, meðal annars að veita nauðsynlegt gegnsæi.“ Khashoggi hvarf þegar hann heimsótti sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl í október 2018. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist. Stjórnvöld í Riyadh viðurkenndu að blaðamaðurinn hefði verið myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu en sögðu að um hefði verið að ræða framsalsaðgerði sem hefði farið úrskeðis. Krónprinsinn hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. Sérfræðingar ekki á einu máli um birtingu skýrslunnar Biden gaf til kynna í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar að afstaða Hvíta hússins til Sádi Arabíu myndi breytast þegar hann tæki við af Donald Trump. Hins vegar er óljóst hversu langt hann mun ganga en Guardian hefur eftir Safa Al Ahmad, sádiarabískum blaðamanni og aðgerðasinna, að birting skýrslunnar væri auðvelt skref að stíga sem gæti samt sem áður haft raunveruleg áhrif. Bruce Riedel, fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar og fræðimaður hjá Brookings Institution, segir ólíklegt að skýrslan verði birt þar sem útmá þyrfti stóra hluta hennar en Agnes Callamard, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur utan dóms og laga, segist telja að hægt sé að birta skýrsluna án þess að uppljóstra um heimildarmenn leyniþjónustunnar eða aðferðir. Guardian fjallar ítarlega um málið. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Umrædd skýrsla hefur aldrei verið birt en fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónustan komist að þeirri niðurstöðu að það séu miðlungs til miklar líkur á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Cengiz og aðrir aðgerðasinnar segja að birting skýrslunnar myndi sýna fram á að Joe Biden væri alvara í því að láta Sádi Arabíu axla ábyrgð á morðinu, líkt og hann hét í kosningabaráttunni. Heimildarmaður segir Biden munu standa við orð sín Guardian hefur eftir heimildarmanni sem er sagður hafa vitneskju um valdaskiptin vestanhafs og þankagang Biden að forsetinn verðandi hyggist standa við það sem hann sagði. „Við vitum að það er enn vinna fyrir höndum, meðal annars að veita nauðsynlegt gegnsæi.“ Khashoggi hvarf þegar hann heimsótti sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl í október 2018. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist. Stjórnvöld í Riyadh viðurkenndu að blaðamaðurinn hefði verið myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu en sögðu að um hefði verið að ræða framsalsaðgerði sem hefði farið úrskeðis. Krónprinsinn hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. Sérfræðingar ekki á einu máli um birtingu skýrslunnar Biden gaf til kynna í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar að afstaða Hvíta hússins til Sádi Arabíu myndi breytast þegar hann tæki við af Donald Trump. Hins vegar er óljóst hversu langt hann mun ganga en Guardian hefur eftir Safa Al Ahmad, sádiarabískum blaðamanni og aðgerðasinna, að birting skýrslunnar væri auðvelt skref að stíga sem gæti samt sem áður haft raunveruleg áhrif. Bruce Riedel, fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar og fræðimaður hjá Brookings Institution, segir ólíklegt að skýrslan verði birt þar sem útmá þyrfti stóra hluta hennar en Agnes Callamard, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur utan dóms og laga, segist telja að hægt sé að birta skýrsluna án þess að uppljóstra um heimildarmenn leyniþjónustunnar eða aðferðir. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira