Unnusta Khashoggi vill að Biden birti skýrslu CIA um morðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. desember 2020 13:50 Krónprinsinn, neðst til vinstri, hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. epa Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, hefur skorað á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna að birta skýrslu leyniþjónustunnar (CIA) um morðið á blaðamanninum. Segir hún birtinguna munu skipta sköpum í því að leiða sannleikann í ljós. Umrædd skýrsla hefur aldrei verið birt en fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónustan komist að þeirri niðurstöðu að það séu miðlungs til miklar líkur á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Cengiz og aðrir aðgerðasinnar segja að birting skýrslunnar myndi sýna fram á að Joe Biden væri alvara í því að láta Sádi Arabíu axla ábyrgð á morðinu, líkt og hann hét í kosningabaráttunni. Heimildarmaður segir Biden munu standa við orð sín Guardian hefur eftir heimildarmanni sem er sagður hafa vitneskju um valdaskiptin vestanhafs og þankagang Biden að forsetinn verðandi hyggist standa við það sem hann sagði. „Við vitum að það er enn vinna fyrir höndum, meðal annars að veita nauðsynlegt gegnsæi.“ Khashoggi hvarf þegar hann heimsótti sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl í október 2018. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist. Stjórnvöld í Riyadh viðurkenndu að blaðamaðurinn hefði verið myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu en sögðu að um hefði verið að ræða framsalsaðgerði sem hefði farið úrskeðis. Krónprinsinn hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. Sérfræðingar ekki á einu máli um birtingu skýrslunnar Biden gaf til kynna í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar að afstaða Hvíta hússins til Sádi Arabíu myndi breytast þegar hann tæki við af Donald Trump. Hins vegar er óljóst hversu langt hann mun ganga en Guardian hefur eftir Safa Al Ahmad, sádiarabískum blaðamanni og aðgerðasinna, að birting skýrslunnar væri auðvelt skref að stíga sem gæti samt sem áður haft raunveruleg áhrif. Bruce Riedel, fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar og fræðimaður hjá Brookings Institution, segir ólíklegt að skýrslan verði birt þar sem útmá þyrfti stóra hluta hennar en Agnes Callamard, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur utan dóms og laga, segist telja að hægt sé að birta skýrsluna án þess að uppljóstra um heimildarmenn leyniþjónustunnar eða aðferðir. Guardian fjallar ítarlega um málið. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Umrædd skýrsla hefur aldrei verið birt en fjölmiðlar hafa greint frá því að leyniþjónustan komist að þeirri niðurstöðu að það séu miðlungs til miklar líkur á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, hafi fyrirskipað morðið. Cengiz og aðrir aðgerðasinnar segja að birting skýrslunnar myndi sýna fram á að Joe Biden væri alvara í því að láta Sádi Arabíu axla ábyrgð á morðinu, líkt og hann hét í kosningabaráttunni. Heimildarmaður segir Biden munu standa við orð sín Guardian hefur eftir heimildarmanni sem er sagður hafa vitneskju um valdaskiptin vestanhafs og þankagang Biden að forsetinn verðandi hyggist standa við það sem hann sagði. „Við vitum að það er enn vinna fyrir höndum, meðal annars að veita nauðsynlegt gegnsæi.“ Khashoggi hvarf þegar hann heimsótti sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl í október 2018. Líkamsleifar hans hafa ekki fundist. Stjórnvöld í Riyadh viðurkenndu að blaðamaðurinn hefði verið myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu en sögðu að um hefði verið að ræða framsalsaðgerði sem hefði farið úrskeðis. Krónprinsinn hefur ávallt neitað því að hafa fyrirskipað morðið eða haft um það vitneskju. Sérfræðingar ekki á einu máli um birtingu skýrslunnar Biden gaf til kynna í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar að afstaða Hvíta hússins til Sádi Arabíu myndi breytast þegar hann tæki við af Donald Trump. Hins vegar er óljóst hversu langt hann mun ganga en Guardian hefur eftir Safa Al Ahmad, sádiarabískum blaðamanni og aðgerðasinna, að birting skýrslunnar væri auðvelt skref að stíga sem gæti samt sem áður haft raunveruleg áhrif. Bruce Riedel, fyrrum starfsmaður leyniþjónustunnar og fræðimaður hjá Brookings Institution, segir ólíklegt að skýrslan verði birt þar sem útmá þyrfti stóra hluta hennar en Agnes Callamard, skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna um aftökur utan dóms og laga, segist telja að hægt sé að birta skýrsluna án þess að uppljóstra um heimildarmenn leyniþjónustunnar eða aðferðir. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira