Húsið sem skriðan hreif með sér væntanlega ónýtt Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 18. desember 2020 08:20 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt er að öllum líkindum ónýtt. Vísir/Egill Einbýlishúsið Breiðablik á Seyðisfirði er væntanlega ónýtt eftir að aurskriða tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, í samtali við fréttastofu. Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32. Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hættustig er nú í gildi á Seyðisfirði vegna skriðuhættu og féllu tvær aurskriður úr Nautaklauf í nótt. Sú fyrri féll um klukkan eitt og sú seinni um tveimur tímum síðar. „Sú seinni hreif með sér hús einhverja tugi metra sem væntanlega er ónýtt, við gerum ráð fyrir því,“ segir Kristján Ólafur. Húsið, sem stóð við Austurveg, hafði lent í skriðu fyrr í vikunni. Ekki er búið í húsinu að staðaldri heldur er það nýtt sem sumarhús fyrir fólk sem býr erlendis að sögn Davíðs Kristinssonar, varaformanns björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Kristján Ólafur segir að verið sé að meta aðstæður en þær eigi eftir að koma betur í ljós þegar það birtir. „Það rignir enn en það er gert ráð fyrir að það hægi heldur á með morgninum þannig að vonandi lagast ástandið í kjölfar þess og styttir upp á morgun ef allt gengur samkvæmt spá,“ segir Kristján Ólafur. Hættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni. Þeir sem eru á ferðinni eru síðan beðnir um að fara sérstaklega varlega. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, fréttamaður, og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, könnuðu aðstæður í bænum nú í morgunsárið og ræddu við Davíð Kristinsson, varaformann björgunarsveitarinnar Ísólfs. Rýming húsa enn í gildi Mikið úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt og er appelsínugul veðurviðvörun vegna mikilla rigninga í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Rýming húsa er enn í gilid á Seyðisfirði og í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Fréttin var uppfærð klukkan 09:32.
Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent