Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2020 06:42 Húsið Breiðablik sem aurskriðan tók með sér í nótt. vísir/egill Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29. Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Veðurstofu Íslands en mikil úrkomuákefð hefur verið á Seyðisfirði í gærkvöldi og nótt. Rýmingar eru því enn í gildi sem og hættustig almannavarna vegna skriðuhættu í bænum. Þá er óvissustig einnig í gildi á Austfjörðum vegna skriðuhættu. Í gærkvöldi voru svæðin stækkuð þar sem fólk í húsum var beðið um að gæta varúðar. Fram kom í tilkynningu almannavarna í gærkvöldi að þrjú hlaup hefðu orðið í Búðará auk aurskriðuflóðs sem lokaði vegi. Í nótt féllu svo tvær skriður úr Nautaklauf sem er sami farvegur og stærsta skriðan á þriðjudag féll úr að því er segir á vef Veðurstofunnar. Myndin er tekin á Seyðisfirði í gær þegar hreinsunarstarf var í fullum gangi.Vísir/Egill Fyrri skriðan féll um klukkan eitt og seinni skriðan um tveimur tímum síðar. Sú skriða tók með sér mannlaust timburhús og flutti það um fimmtíu metra. Að því er fram kom í frétt á vef RÚV í nótt er um að ræða húsið Breiðablik sem stóð við Austurveg. Húsið var eitt af þeim sem fyrstu skriðurnar umluktu. Húsið var innan svæðis sem hafði verið rýmt. Í kjölfarið var staðan endurmetin og nokkur hús til viðbótar rýmd líkt og segir á vef Veðurstofunnar. Appelsínugul veðurviðvörun vegna mikillar rigningar er í gildi á Austfjörðum til klukkan níu í dag. Ekki er enn ljóst hversu mikið tjón hefur orðið í bænum en aur og vatn hefur komist inn í að minnsta kosti nokkur hús.Vísir/Egill „Búist er við að fari að draga úr úrkomuákefð þegar líður á morguninn og vonir standa til að ástandið skáni við það en svo gæti bætt í úrkomu seinnipartinn. Spáð er að stytti upp þegar líður á morgundaginn. Vegna aðstæðna eru íbúar beðnir um að fylgjast vel með fréttum og vera ekki á ferðinni fyrr en í birtingu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem barst laust fyrir klukkan hálfátta. Mikil hreinsunarvinna fór fram á Seyðisfirði í gær og gekk vel. Ástand íbúðarhúsa var einnig kannað en enn á eftir að koma í ljós hvert umfang þess tjóns er sem orðið hefur í bænum. Þó er ljóst að vatn og aur hefur komist inn í nokkur hús. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ítarlega umfjöllun úr fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi um ástandið á Seyðisfirði. Fréttin var uppfærð klukkan 07:29.
Múlaþing Veður Náttúruhamfarir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira