Þegar reglugerðin tekur gildi munu öll lið í ensku úrvalsdeildinni geta gert tvær skiptingar í leik ef leikmenn fá heilahristing. Reiknað er með að reglugerðin verði samþykkt strax í næsta mánuði og taki gildi um leið, það er að segja í janúar 2021.
Hvorugt skiptingin telst til þeirra þriggja sem hvert lið má gera og því gæti lið gert allt að fimm skiptingar í leik ef tveir leikmenn liðsins fá heilahristing. Lið í deildinni mega sum sé skipta leikmanni út af sem fær heilahristing og setja annan inn á þó svo að það hafi notað allar þrjár hefðbundnu skiptingarnar sínar í tilteknum leik.
Varamönnum liðanna verðr þá fjölgað níu frá og með 14. umferð yfirstandandi tímabils. Á þetta eingöngu við um tímabilið sem nú er í gangi en fram til þessa hefur hvert lið verið með sjö leikmenn á bekknum.
#PL clubs have agreed in principle to introduce additional permanent concussion substitutions following approval of the trial by @TheIFAB yesterday
— Premier League (@premierleague) December 17, 2020
More: https://t.co/ssJHiuCl49 pic.twitter.com/V8qSEK9DRU
Mikil umræða hefur átt sér stað í ensku úrvalsdeildinni er varðar höfuðhögg og heilahristinga undanfarið. Sérstaklega eftir samstuð þeirra Luiz og Jimenez sem nefnt er hér að ofan.