Fjölga skiptingum ef leikmenn fá heilahristing og fjölga varamönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. desember 2020 14:20 David Luiz spilaði áfram eftir harkalegt samstuð við Raul Jimenez á dögunum. Hann var svo tekinn af velli í hálfleik en Jimenez höfuðkúpubrotnaði í samstuðinu. EPA-EFE/Catherine Ivill Á fundi forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag var ákveðið að leyfa liðum að gera „fría“ skiptingu ef leikmaður hefur fengið heilahristing. Þá verður varamönnum fjölgað úr sjö í níu en skiptingum almennt ekki fjölgað. Þegar reglugerðin tekur gildi munu öll lið í ensku úrvalsdeildinni geta gert tvær skiptingar í leik ef leikmenn fá heilahristing. Reiknað er með að reglugerðin verði samþykkt strax í næsta mánuði og taki gildi um leið, það er að segja í janúar 2021. Hvorugt skiptingin telst til þeirra þriggja sem hvert lið má gera og því gæti lið gert allt að fimm skiptingar í leik ef tveir leikmenn liðsins fá heilahristing. Lið í deildinni mega sum sé skipta leikmanni út af sem fær heilahristing og setja annan inn á þó svo að það hafi notað allar þrjár hefðbundnu skiptingarnar sínar í tilteknum leik. Varamönnum liðanna verðr þá fjölgað níu frá og með 14. umferð yfirstandandi tímabils. Á þetta eingöngu við um tímabilið sem nú er í gangi en fram til þessa hefur hvert lið verið með sjö leikmenn á bekknum. #PL clubs have agreed in principle to introduce additional permanent concussion substitutions following approval of the trial by @TheIFAB yesterday More: https://t.co/ssJHiuCl49 pic.twitter.com/V8qSEK9DRU— Premier League (@premierleague) December 17, 2020 Mikil umræða hefur átt sér stað í ensku úrvalsdeildinni er varðar höfuðhögg og heilahristinga undanfarið. Sérstaklega eftir samstuð þeirra Luiz og Jimenez sem nefnt er hér að ofan. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Luiz keyrði heim þrátt fyrir svakalegt höfuðhögg David Luiz var með meðvitund og fékk þar af leiðandi leyfi frá læknum Arsenal að keyra heim frá Emirates leikvanginum í gær. 30. nóvember 2020 22:32 Shearer æsti sig: Við erum að tala um líf eða dauða Árið er 2020 en samt fékk Arsenal maðurinn David Luiz að fara aftur inn á völlinn í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa skömmu áður fengið slæmt höfuðhögg. Upptendraður Alan Shearer kallaði eftir breyttum vinnubrögðum. 30. nóvember 2020 10:31 Spilaði með höfuðverk og svima í níu mánuði í von um að fá nýjan samning Jan Vertonghen spilaði með einkenni heilahristings í níu mánuði í von um að fá nýjan samning hjá Tottenham. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Þegar reglugerðin tekur gildi munu öll lið í ensku úrvalsdeildinni geta gert tvær skiptingar í leik ef leikmenn fá heilahristing. Reiknað er með að reglugerðin verði samþykkt strax í næsta mánuði og taki gildi um leið, það er að segja í janúar 2021. Hvorugt skiptingin telst til þeirra þriggja sem hvert lið má gera og því gæti lið gert allt að fimm skiptingar í leik ef tveir leikmenn liðsins fá heilahristing. Lið í deildinni mega sum sé skipta leikmanni út af sem fær heilahristing og setja annan inn á þó svo að það hafi notað allar þrjár hefðbundnu skiptingarnar sínar í tilteknum leik. Varamönnum liðanna verðr þá fjölgað níu frá og með 14. umferð yfirstandandi tímabils. Á þetta eingöngu við um tímabilið sem nú er í gangi en fram til þessa hefur hvert lið verið með sjö leikmenn á bekknum. #PL clubs have agreed in principle to introduce additional permanent concussion substitutions following approval of the trial by @TheIFAB yesterday More: https://t.co/ssJHiuCl49 pic.twitter.com/V8qSEK9DRU— Premier League (@premierleague) December 17, 2020 Mikil umræða hefur átt sér stað í ensku úrvalsdeildinni er varðar höfuðhögg og heilahristinga undanfarið. Sérstaklega eftir samstuð þeirra Luiz og Jimenez sem nefnt er hér að ofan.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Luiz keyrði heim þrátt fyrir svakalegt höfuðhögg David Luiz var með meðvitund og fékk þar af leiðandi leyfi frá læknum Arsenal að keyra heim frá Emirates leikvanginum í gær. 30. nóvember 2020 22:32 Shearer æsti sig: Við erum að tala um líf eða dauða Árið er 2020 en samt fékk Arsenal maðurinn David Luiz að fara aftur inn á völlinn í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa skömmu áður fengið slæmt höfuðhögg. Upptendraður Alan Shearer kallaði eftir breyttum vinnubrögðum. 30. nóvember 2020 10:31 Spilaði með höfuðverk og svima í níu mánuði í von um að fá nýjan samning Jan Vertonghen spilaði með einkenni heilahristings í níu mánuði í von um að fá nýjan samning hjá Tottenham. 16. desember 2020 09:31 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Luiz keyrði heim þrátt fyrir svakalegt höfuðhögg David Luiz var með meðvitund og fékk þar af leiðandi leyfi frá læknum Arsenal að keyra heim frá Emirates leikvanginum í gær. 30. nóvember 2020 22:32
Shearer æsti sig: Við erum að tala um líf eða dauða Árið er 2020 en samt fékk Arsenal maðurinn David Luiz að fara aftur inn á völlinn í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa skömmu áður fengið slæmt höfuðhögg. Upptendraður Alan Shearer kallaði eftir breyttum vinnubrögðum. 30. nóvember 2020 10:31
Spilaði með höfuðverk og svima í níu mánuði í von um að fá nýjan samning Jan Vertonghen spilaði með einkenni heilahristings í níu mánuði í von um að fá nýjan samning hjá Tottenham. 16. desember 2020 09:31