Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Austurlandi en þar segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir óvissustig enn í gildi á Austurlandi vegna rigningarinnar í dag. Veðurspár segja til um áframhaldandi rigningu en Veðurstofa Íslands hafi í dag út appelsínugula úrkomuviðvörun sem gildir til fínu í fyrramálið.

Rigning mun valda auknum grunnvatnsþrýstingi og viðhalda hárri grunnvatnsstöðu. Því er áfram talin hætta á vatnsflóðum og skriðuföllum.
Á Seyðisfirði er mikið álag á fráveitukerfi og eru taldar miklar líkur á vatnstjóni, samkvæmt tilkynningu almannavarna.
Þá hafa íbúar á Eskifirði, á ákveðnum svæðum nærri Lambeyrará og Grjótá verið beðnir um að fylgjast með aðstæðum og fara að öllu með gát.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Hættustig almannavarna er...
Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Wednesday, 16 December 2020