Líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga hefur fjöldi flutningabíla og annarra bíla hafa skemmst undanfarna daga vegna vegklæðninga sem losnað hafa á kafla leiðarinnar á milli Staðarskála og Varmahlíðar.
Talið er að bikblæðingarnar hafi hafist á sunnudaginn en á vef Vegagerðarinnar segir að ástand vegarins hafi byrjað að lagast síðdegis í gær og sé nú mun skárra í dag.
Engu að síður hafi menn þar á bæ áhyggjur af hækkandi hitastigi í dag sem geti gert það að verkum að ástandi versni.
Vegurinn var hreinsaður í gær og hefur verið yfirfarinn aftur í morgun, von á því að hitastig fari lækkandi í kvöld og á morgun sem mun hjálpa til við að stöðva þessar bikblæðingar, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Rætt var við Birki Hrafn Jóakimsson, slitlagssérfræðing, Í bítinu á Bylgjunni í morgun um málið.